Vilja hærri bónusa en þingmaður segir það galið Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 07:45 Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira