Innlent

Blaðamenn samþykktu kjarasamninginn í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kjarasamningarnir taka til blaðamannaMorgunblaðsins og 365.
Kjarasamningarnir taka til blaðamannaMorgunblaðsins og 365. Vísir/Vilhelm
Blaðamenn samþykktu í dag kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem gerður var 2. júlí síðastliðinn.

Rétt rúmlega 18 prósent þeirra sem á kjörskrá voru tóku þátt í kosningunni. Samningurinn var samþykktur með 91 prósent greiddra atkvæða.

Atkvæðagreiðsla fór fram í húsnæði Blaðamannafélags Íslands við Síðumúla og einnig í húsakynnum 365 eftir kynningu á samningnum klukkan 11.30 í morgun. Sambærileg kynning fór fram í Hádegismóum fyrir starfsmenn Morgunblaðsins í morgun klukkan 10.00.

Ný launatafla felst í þessum samningum og er í þeim sérstök bókun um endurskoðun reglna um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Er samningurinn sagður afturvirkur til 1. maí.

Hér má nálgast samninginn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×