Innlent

Raforkutilskipun sögð brotin á Íslandi

Sveinn Arnarsson skrifar
Kerfisframlag hefur aldrei verið lagt á á Íslandi samkvæmt gjaldskrá.
Kerfisframlag hefur aldrei verið lagt á á Íslandi samkvæmt gjaldskrá. vísir/vilhelm
Íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir eru sökuð um lögbrot í raforkumálum samkvæmt ESA, eftirlitsstofnun EFTA.

Gagnsæi er ábótavant hjá Landsneti og Orkustofnun samkvæmt niðurstöðu ESA sem gefin var út þann 23. september síðastliðinn.

Um er að ræða kærumál frá því í ágúst í fyrra sem Fréttablaðið fjallaði um þann 4. september á þessu ári.

Í kærumálinu kom fram að íslensk stjórnvöld hefðu trassað að innleiða Evrópulöggjöf sem átti að innleiða í síðasta lagi árið 200, eða fyrir átta árum síðan.

Niðurstöður ESA eru þær að Ísland hafi brotið gegn raforkutilskipun frá árinu 2003 í þremur tilvikum.

Í fyrsta lagi hafi skilmálar kerfisframlags Landsnets ekki verið gefnir út og birtir opinberlega eins og kveðið sé á um.

Landsnet hafi í öðru lagi ekki sett sér áætlun sem ætlað er að tryggja jafnræði notenda.

Þá hafi Orkustofnun ekki gert grein fyrir lögbundnu raforkueftirliti sínu í ársskýrslum stofnunarinnar.

Kerfisframlag er gjald sem raforkuframleiðendur og stórnotendur skulu greiða Landsneti til viðbótar almennu gjaldi ef tenging aðila valdi hækkun til annarra notenda, svo sem almennings. Þetta framlag hefur aldrei verið lagt á á Íslandi samkvæmt gjaldskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×