Markið skoraði hún á 29. mínútu en Frakkar, sem eru í þriðja sæti heimslista FIFA, hafa ekki tapað fyrir Englandi síðan 1974. Englendingar sóttu ekki mikið í leiknum og áttu aðeins eitt skot að marki.
Í sama riðli gerðu Kólumbíu og Mexíkó 1-1 jafntefli. Veronica Perez kom Mexíkó yfir á 36. mínútu en Daniela Montoya jafnaði átta mínútum fyrir leikslok.
Spánverjar máttu svo sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Kosta Ríka í E-riðli. Maria Victoria Losada skoraði fyrir Spán á þrettándu mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Raquel Rodriguez metin og þar við sat.
Fyrstu umferð riðlakeppninnar lýkur svo í kvöld með viðureign Brasilíu og Suður-Kóreu.