Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2015 14:45 Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir ekki rétt að hann hafi skoðað símtalaskrár starfsmanna og kjörinna fulltrúa eins og segir í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. „Í frétt á Vísi í dag segir í fyrirsögn að bæjarstjóri (Hafnarfjarðarbæjar) hafi játað að hafa skoðað símtalaskrár. Sambærilegur texti kemur fram í millifyrirsögn. Þetta er rangt. Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá. Bæjarstjóri sá hana aldrei," segir í yfirlýsingu Haraldar. Þess má geta að í umræddum fréttum var vísað til ræðu Haraldar á bæjarstjórnarfundi í gær. Af ræðunni varð ekki annað ráðið en að bæjarstjórinn hefði sjálfur skoðað lista yfir númer sem Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ. Vitnaði Haraldur í ræðunni í tölvupóst sem hann kvaðst hafa sent þá fyrr um daginn hafa sent þremur bæjarfulltrúum sem kvartað hafa til Persónuverndar vegan skoðunar bæjarins á símtalaskrám. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum ,“ las bæjarstjórinn meðal annars upp úr tölvupóstinum.Haraldur á fundi bæjarstjórnar í gær.Vísir/GVAÍ ræðu Haraldar kom ekkert annað fram um þennan tölvupóst en að hann væri svar hans sjálfs við fyrirspurn bæjarfulltrúanna þriggja. Eftir að hann lauk máli sínu var annað mál til umræðu. Bæjarstjórinn kom hins vegar aftur í pontu. Sagðist hann þá vilja taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að hann væri ekki sá sem kallaður er „undirritaður“ í tölvupóstinum. Sá væri annar starfsmaður bæjarins. Þetta fór fram hjá blaðamanni. Þess má geta að eftir bæjarstjórnarfundinn í gær óskaði blaðamaður eftir því að fá afrit af tölvupóstinum sem bæjarstjórinn hafði þá nýlesið. Þeirri beiðni var hafnað og var í staðinn vísað á upptöku af fundinum. Eftir að ofangreind yfirlýsing Haraldar barst var aftur óskað eftir afriti af tölvupóstinum og hefur hann nú verið afhentur. Af honum má ráða að bæjarstjórinn var í raun að lesa upp úr bréfi undirmanns síns sem hann svo gerði að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúanna.Í myndbandinu að ofan má sjá þann hluta ræðu bæjarstjóra þar sem hann las úr tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa. Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. Rætt er um símtalamálið undir lok fundarins. Þar má meðal annars sjá og heyra þegar bæjarstjóri kemur í ræðustól að nýju og segist vilja fyrirbyggja þann misskilning að hann sé sá sem skoðaði símagögnin. Það hafi annar starfsmaður bæjarins gert. Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir ekki rétt að hann hafi skoðað símtalaskrár starfsmanna og kjörinna fulltrúa eins og segir í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. „Í frétt á Vísi í dag segir í fyrirsögn að bæjarstjóri (Hafnarfjarðarbæjar) hafi játað að hafa skoðað símtalaskrár. Sambærilegur texti kemur fram í millifyrirsögn. Þetta er rangt. Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá. Bæjarstjóri sá hana aldrei," segir í yfirlýsingu Haraldar. Þess má geta að í umræddum fréttum var vísað til ræðu Haraldar á bæjarstjórnarfundi í gær. Af ræðunni varð ekki annað ráðið en að bæjarstjórinn hefði sjálfur skoðað lista yfir númer sem Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ. Vitnaði Haraldur í ræðunni í tölvupóst sem hann kvaðst hafa sent þá fyrr um daginn hafa sent þremur bæjarfulltrúum sem kvartað hafa til Persónuverndar vegan skoðunar bæjarins á símtalaskrám. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum ,“ las bæjarstjórinn meðal annars upp úr tölvupóstinum.Haraldur á fundi bæjarstjórnar í gær.Vísir/GVAÍ ræðu Haraldar kom ekkert annað fram um þennan tölvupóst en að hann væri svar hans sjálfs við fyrirspurn bæjarfulltrúanna þriggja. Eftir að hann lauk máli sínu var annað mál til umræðu. Bæjarstjórinn kom hins vegar aftur í pontu. Sagðist hann þá vilja taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að hann væri ekki sá sem kallaður er „undirritaður“ í tölvupóstinum. Sá væri annar starfsmaður bæjarins. Þetta fór fram hjá blaðamanni. Þess má geta að eftir bæjarstjórnarfundinn í gær óskaði blaðamaður eftir því að fá afrit af tölvupóstinum sem bæjarstjórinn hafði þá nýlesið. Þeirri beiðni var hafnað og var í staðinn vísað á upptöku af fundinum. Eftir að ofangreind yfirlýsing Haraldar barst var aftur óskað eftir afriti af tölvupóstinum og hefur hann nú verið afhentur. Af honum má ráða að bæjarstjórinn var í raun að lesa upp úr bréfi undirmanns síns sem hann svo gerði að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúanna.Í myndbandinu að ofan má sjá þann hluta ræðu bæjarstjóra þar sem hann las úr tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa. Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. Rætt er um símtalamálið undir lok fundarins. Þar má meðal annars sjá og heyra þegar bæjarstjóri kemur í ræðustól að nýju og segist vilja fyrirbyggja þann misskilning að hann sé sá sem skoðaði símagögnin. Það hafi annar starfsmaður bæjarins gert.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30
Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04