Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2015 14:45 Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir ekki rétt að hann hafi skoðað símtalaskrár starfsmanna og kjörinna fulltrúa eins og segir í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. „Í frétt á Vísi í dag segir í fyrirsögn að bæjarstjóri (Hafnarfjarðarbæjar) hafi játað að hafa skoðað símtalaskrár. Sambærilegur texti kemur fram í millifyrirsögn. Þetta er rangt. Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá. Bæjarstjóri sá hana aldrei," segir í yfirlýsingu Haraldar. Þess má geta að í umræddum fréttum var vísað til ræðu Haraldar á bæjarstjórnarfundi í gær. Af ræðunni varð ekki annað ráðið en að bæjarstjórinn hefði sjálfur skoðað lista yfir númer sem Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ. Vitnaði Haraldur í ræðunni í tölvupóst sem hann kvaðst hafa sent þá fyrr um daginn hafa sent þremur bæjarfulltrúum sem kvartað hafa til Persónuverndar vegan skoðunar bæjarins á símtalaskrám. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum ,“ las bæjarstjórinn meðal annars upp úr tölvupóstinum.Haraldur á fundi bæjarstjórnar í gær.Vísir/GVAÍ ræðu Haraldar kom ekkert annað fram um þennan tölvupóst en að hann væri svar hans sjálfs við fyrirspurn bæjarfulltrúanna þriggja. Eftir að hann lauk máli sínu var annað mál til umræðu. Bæjarstjórinn kom hins vegar aftur í pontu. Sagðist hann þá vilja taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að hann væri ekki sá sem kallaður er „undirritaður“ í tölvupóstinum. Sá væri annar starfsmaður bæjarins. Þetta fór fram hjá blaðamanni. Þess má geta að eftir bæjarstjórnarfundinn í gær óskaði blaðamaður eftir því að fá afrit af tölvupóstinum sem bæjarstjórinn hafði þá nýlesið. Þeirri beiðni var hafnað og var í staðinn vísað á upptöku af fundinum. Eftir að ofangreind yfirlýsing Haraldar barst var aftur óskað eftir afriti af tölvupóstinum og hefur hann nú verið afhentur. Af honum má ráða að bæjarstjórinn var í raun að lesa upp úr bréfi undirmanns síns sem hann svo gerði að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúanna.Í myndbandinu að ofan má sjá þann hluta ræðu bæjarstjóra þar sem hann las úr tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa. Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. Rætt er um símtalamálið undir lok fundarins. Þar má meðal annars sjá og heyra þegar bæjarstjóri kemur í ræðustól að nýju og segist vilja fyrirbyggja þann misskilning að hann sé sá sem skoðaði símagögnin. Það hafi annar starfsmaður bæjarins gert. Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir ekki rétt að hann hafi skoðað símtalaskrár starfsmanna og kjörinna fulltrúa eins og segir í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. „Í frétt á Vísi í dag segir í fyrirsögn að bæjarstjóri (Hafnarfjarðarbæjar) hafi játað að hafa skoðað símtalaskrár. Sambærilegur texti kemur fram í millifyrirsögn. Þetta er rangt. Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá. Bæjarstjóri sá hana aldrei," segir í yfirlýsingu Haraldar. Þess má geta að í umræddum fréttum var vísað til ræðu Haraldar á bæjarstjórnarfundi í gær. Af ræðunni varð ekki annað ráðið en að bæjarstjórinn hefði sjálfur skoðað lista yfir númer sem Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ. Vitnaði Haraldur í ræðunni í tölvupóst sem hann kvaðst hafa sent þá fyrr um daginn hafa sent þremur bæjarfulltrúum sem kvartað hafa til Persónuverndar vegan skoðunar bæjarins á símtalaskrám. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum ,“ las bæjarstjórinn meðal annars upp úr tölvupóstinum.Haraldur á fundi bæjarstjórnar í gær.Vísir/GVAÍ ræðu Haraldar kom ekkert annað fram um þennan tölvupóst en að hann væri svar hans sjálfs við fyrirspurn bæjarfulltrúanna þriggja. Eftir að hann lauk máli sínu var annað mál til umræðu. Bæjarstjórinn kom hins vegar aftur í pontu. Sagðist hann þá vilja taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að hann væri ekki sá sem kallaður er „undirritaður“ í tölvupóstinum. Sá væri annar starfsmaður bæjarins. Þetta fór fram hjá blaðamanni. Þess má geta að eftir bæjarstjórnarfundinn í gær óskaði blaðamaður eftir því að fá afrit af tölvupóstinum sem bæjarstjórinn hafði þá nýlesið. Þeirri beiðni var hafnað og var í staðinn vísað á upptöku af fundinum. Eftir að ofangreind yfirlýsing Haraldar barst var aftur óskað eftir afriti af tölvupóstinum og hefur hann nú verið afhentur. Af honum má ráða að bæjarstjórinn var í raun að lesa upp úr bréfi undirmanns síns sem hann svo gerði að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúanna.Í myndbandinu að ofan má sjá þann hluta ræðu bæjarstjóra þar sem hann las úr tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa. Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. Rætt er um símtalamálið undir lok fundarins. Þar má meðal annars sjá og heyra þegar bæjarstjóri kemur í ræðustól að nýju og segist vilja fyrirbyggja þann misskilning að hann sé sá sem skoðaði símagögnin. Það hafi annar starfsmaður bæjarins gert.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30
Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“