Innlent

Þór dregur Lagarfoss til Reykjavíkur

Gissur Sigurðsson skrifar
Bilun varð í stýrisvél Lagarfoss.
Bilun varð í stýrisvél Lagarfoss. Vísir/Daníel
Flutningaskipið Lagarfoss og varðskipið Þór  eru nú stödd suður af Vestmannaeyjum, en Þór er að draga Lagarfoss til Reykjavíkur eftir að bilun varð í stýrisvél hans í fyrrakvöld.

Skipin eru á fimm hnúta hraða, en Lagarfoss gengur fyrir eigin vélarafli þar sem aðeins stýrisvélin er biluð.

Gott veður er á þessum slóðum og gert er ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur í kvöld, ef allt gengur eftir áætlun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×