Bíó og sjónvarp

Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kvikmynd Gunnars Hanssonar, Bakk, var forsýnd í Háskólabíó í gærkvöld. Myndin skartar Sögu Garðarsdóttur, Víkingi Kristjánssyni og leikstjóranum í aðalhlutverkum og hefur fengið góða dóma. Máni Pétursson, annar umsjónarmanna Harmageddon, var meðal þeirra sem var á myndinni í gær og honum líkaði vel.

„Það er gaman þegar maður fer á íslenska mynd og hún er góð. Þegar maður gefur íslenskum mynd gefur maður þeim oft tvær stjörnur í forgjöf. Mér fannst hún vera svona fjórar stjörnur en af því þetta er íslensk mynd þá er hún eiginlega sex stjörnur af fimm mögulegum,“ sagði Máni í þættinum í dag.

Innslagið um Bakk má heyra hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×