Innlent

Spá þráðlausum jólagjöfum í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spáð er aukinni jólaverslun. Mynd/Getty
Spáð er aukinni jólaverslun. Mynd/Getty
Jólagjöfin í ár er þráðlausir hátalarar eða heyrnartól. Þetta er niðurstaða jólagjafavalnefndar Rannsóknarseturs verslunarinnar. Í rökstuðningi segir að með þráðlausum hátölurum eða heyrnartólum sé hægt að njóta tónlistar, bókmennta eða kvikmynda í meiri gæðum en ella. Jólagjöfin í fyrra var nytjalist og þar áður lífsstílsbók.

Rannsóknarsetur verslunarinnar segir heildarveltu í smásöluverslun nálgast óðum þær hæðir sem hún náði velmegunarárið 2007, þótt enn sé hún um 11 prósentum minni að raunvirði. Spáð er að velta í smásöluverslun í nóvember og desember aukist um sjö prósent milli ára og verði um 89 milljarðar króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×