Síbrotamaður sakaður um að svíkja húsfélög Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Róbert var fenginn til að vinna verkefni í Lundarbrekku 4 í Kópavogi. vísir/GVA „Hann byrjar bara að öskra og þetta var hans taktík í öllum samtölum. Hann öskrar og skellir á,“ segir Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, íbúi í Lundarbrekku 4. Adda segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Róbert Guðmundsson, sem tekur að sér múrviðgerðir og málningu. Róbert var dæmdur til sektargreiðslu í Héraðsdómi Suðurlands í maí, en hann er ekki menntaður iðnaðarmaður. Hann var ákærður fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa, á árunum 2011 til 2014, tekið að sér málningarþjónustu, múrviðgerðir og hellulagnir gegn gjaldi og auglýst starfsemi sína. Hann játaði brotin. Í dómnum kemur fram að Róbert hafði sautján sinnum áður sætt refsingu. Viðmælendur Fréttablaðsins fullyrða að Róbert hafi hvergi nærri látið af brotastarfsemi sinni. Adda Guðrún, sem er gjaldkeri húsfélagsins í Lundarbrekku 4, greinir til dæmis frá því að samið hafi verið við Róbert um múrviðgerðir á húsinu þar. Hann hafi krafist 930 þúsund króna greiðslu fyrir verkið en húsfélagið greitt honum 610 þúsund. Hún segir að verkið hafi verið illa unnið og starfsmenn, sem hafi unnið fyrir Róbert, hafi viðurkennt fyrir íbúa í húsinu að þeir hefðu aldrei haldið á pensli. Þá hafi þeir málað í rigningu og niðamyrkri. „Vinnubrögðin voru hræðileg,“ segir Adda Guðrún. Þegar Róberti hafi verið neitað um frekari greiðslur vegna verksins hafi hann sent henni hótun í sms-i sem hún hafi farið með til lögreglunnar. „Skilaboðin voru engu að síður þess eðlis að lögreglan treysti sér ekki til þess að gera neitt í málinu,“ segir Adda Guðrún. Ingi Freyr Ágústsson héraðsdómslögmaður segir að Róbert hafi dreift auglýsingamiðum til að vekja athygli á þjónustu sinni. Hann segir að Róbert hafi sjálfur ekki gefið út reikninga vegna verksins í Lundarbrekku, heldur fengið annan mann til að gera það fyrir sig. Sá aðili hefur ekki tilskilin innheimtuleyfi. Ingi Freyr segir slíkt óheimilt og hann hafi því bæði sent ábendingu til Fjármálaeftirlitsins og kært til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Málarameistarafélaginu hafa borist um tíu kvartanir vegna Róberts á skömmum tíma. Róbert Guðmundsson hefur verið í forsvari fyrir samtökin Hjálparsamtök Íslendinga. Hann var sakaður opinberlega um að hafa safnað peningum fyrir fólk í nauð en nýtt þá í eigin þágu. Róbert hafnaði ásökununum í í útvarpsþættinum Harmageddon í fyrra. Hann hafnar líka þeim ásökunum Öddu Guðrúnar og Ingi Freys. Tengdar fréttir Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur "Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. 11. desember 2013 21:54 „Það er mitt verk að hjálpa fólki sem lendir í svona“ Róbert Guðmundsson safnar fyrir tvær stúlkur sem misstu allt sitt í bruna á Selfossi. 23. febrúar 2014 22:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
„Hann byrjar bara að öskra og þetta var hans taktík í öllum samtölum. Hann öskrar og skellir á,“ segir Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, íbúi í Lundarbrekku 4. Adda segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Róbert Guðmundsson, sem tekur að sér múrviðgerðir og málningu. Róbert var dæmdur til sektargreiðslu í Héraðsdómi Suðurlands í maí, en hann er ekki menntaður iðnaðarmaður. Hann var ákærður fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa, á árunum 2011 til 2014, tekið að sér málningarþjónustu, múrviðgerðir og hellulagnir gegn gjaldi og auglýst starfsemi sína. Hann játaði brotin. Í dómnum kemur fram að Róbert hafði sautján sinnum áður sætt refsingu. Viðmælendur Fréttablaðsins fullyrða að Róbert hafi hvergi nærri látið af brotastarfsemi sinni. Adda Guðrún, sem er gjaldkeri húsfélagsins í Lundarbrekku 4, greinir til dæmis frá því að samið hafi verið við Róbert um múrviðgerðir á húsinu þar. Hann hafi krafist 930 þúsund króna greiðslu fyrir verkið en húsfélagið greitt honum 610 þúsund. Hún segir að verkið hafi verið illa unnið og starfsmenn, sem hafi unnið fyrir Róbert, hafi viðurkennt fyrir íbúa í húsinu að þeir hefðu aldrei haldið á pensli. Þá hafi þeir málað í rigningu og niðamyrkri. „Vinnubrögðin voru hræðileg,“ segir Adda Guðrún. Þegar Róberti hafi verið neitað um frekari greiðslur vegna verksins hafi hann sent henni hótun í sms-i sem hún hafi farið með til lögreglunnar. „Skilaboðin voru engu að síður þess eðlis að lögreglan treysti sér ekki til þess að gera neitt í málinu,“ segir Adda Guðrún. Ingi Freyr Ágústsson héraðsdómslögmaður segir að Róbert hafi dreift auglýsingamiðum til að vekja athygli á þjónustu sinni. Hann segir að Róbert hafi sjálfur ekki gefið út reikninga vegna verksins í Lundarbrekku, heldur fengið annan mann til að gera það fyrir sig. Sá aðili hefur ekki tilskilin innheimtuleyfi. Ingi Freyr segir slíkt óheimilt og hann hafi því bæði sent ábendingu til Fjármálaeftirlitsins og kært til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Málarameistarafélaginu hafa borist um tíu kvartanir vegna Róberts á skömmum tíma. Róbert Guðmundsson hefur verið í forsvari fyrir samtökin Hjálparsamtök Íslendinga. Hann var sakaður opinberlega um að hafa safnað peningum fyrir fólk í nauð en nýtt þá í eigin þágu. Róbert hafnaði ásökununum í í útvarpsþættinum Harmageddon í fyrra. Hann hafnar líka þeim ásökunum Öddu Guðrúnar og Ingi Freys.
Tengdar fréttir Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur "Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. 11. desember 2013 21:54 „Það er mitt verk að hjálpa fólki sem lendir í svona“ Róbert Guðmundsson safnar fyrir tvær stúlkur sem misstu allt sitt í bruna á Selfossi. 23. febrúar 2014 22:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur "Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. 11. desember 2013 21:54
„Það er mitt verk að hjálpa fólki sem lendir í svona“ Róbert Guðmundsson safnar fyrir tvær stúlkur sem misstu allt sitt í bruna á Selfossi. 23. febrúar 2014 22:02