Innlent

Neitar að hafa tekið sér laun í heimildarleysi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps.
Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps.
Eygló Kristjánsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, ber af sér allar ávirðingar um að hún hafi tekið sér laun í heimildarleysi. Eygló hefur sent fréttastofu yfirlýsingu vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag þar sem kemur fram að Eygló hafi greitt sér meiri laun en ráðningasamningur hennar hafi sagt til um.

Í fréttinni er m.a. rætt við Evu Björk Harðardóttur oddvita en Eygló lætur af störfum sveitarstjóra 1. mars nk., vegna trúnaðarbrests.

 

Yfirlýsing Eyglóar

 

„Ég ber af mér allar ávirðingar um að hafa tekið mér laun í heimildarleysi. Alltaf hefur verið greitt samkvæmt samningum og eru öll gögn til um tað hjá sveitarfélaginu, ráðningarsamningur, launaseðlar og fleira sem hverjum sem er er frjálst að koma og skoða. Telji einhver að ég hafi framið lögbrot ætti af vera mjög einfalt fyrir sveitarstjórn Skaftárhrepps að kalla til lögreglu. Það ætti að vera öllum ljóst, eins og þetta mál hefur þróast að mikill trúnaðarbrestur er milli mín og oddvita. Ég get ekki starfað við svona aðstæður og lái mér hver sem vill.“


Tengdar fréttir

Launin hærri en samningur sagði til um

Stirt hafði verið milli oddvita og sveitarstjóra í Skaftárhreppi áður en kom að starfslokum sveitarstjórans. Trúnaðarbrestur varð milli sveitarstjóra og meirihluta hreppsnefndar þegar ljóst var að sveitarstjórinn hafði notið launagreiðslna utan skilmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×