Sýrlensk barnafjölskylda kom til Íslands í síðustu viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2015 20:01 Í síðustu viku kom sýrlensk barnafjölskylda til Íslands með flugi frá landi innan Schengensvæðisins og óskaði eftir hæli eftir komuna. Hún er önnur tveggja sýrlenskra fjölskyldna sem komið hafa á síðustu vikum til landsins. Hælisleitendum hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarið en það sem af er ári hafa 165 sótt um hæli á Íslandi. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu 154 um hæli á Íslandi. Það er 66% aukning frá sama tíma árið áður. Þeim fjölgar hratt sem að sækja um hæli hér á landi. Í ágústmánuði einum sóttu 49 um hæli eða jafn margir og sóttu um hæli síðustu þrjá mánuðina á undan. Til að setja tölurnar í samhengi þá sóttu 35 mann sum hæli á Íslandi árið 2009 og 50 árið 2010. Tölurnar ná aðeins yfir hælisleitendur en ekki yfir kvótaflóttafólk sem stjórnvöld taka á móti. Flestir þeirra sem sótt hafa um hæli eru frá Albaníu eða 51 einstaklingur. Þá eru Sýrlendingar næst fjölmennastir en 18 Sýrlendingar sóttu um hæli á Íslandi á fyrstu átta mánuðum ársins. Í síðustu viku kom til Íslands sýrlensk barnafjölskylda og óskaði eftir hæli við komuna. Hún er önnur tveggja sýrlenskra fjölskyldna sem sótt hafa um hæli á Íslandi á síðustu vikum. Um er að ræða annars vegar fjögurra manna fjölskyldu og hins vegar fimm manna fjölskyldu. Þær komu báðar með flugi frá landi innan Schengensvæðisins og óskuð eftir eftir hæli eftir komuna. „Við erum að sjá fjöldann vaxa mjög hratt núna og kemur okkur kannski ekki beinlínis á óvart en vöxturinn er töluvert meiri heldur en við höfðum ráðgert þannig að það er nú bara þessa dagana sem við erum að planleggja það hvernig við eigum að bregðast við. Það er alveg einsýnt að við þurfum að fá meira fjármagn inn í þennan málaflokk ég held að það sé númer eitt og auka skilvirknina í kerfinu þannig að við getum afgreitt þau mál sem að til okkar koma fljótt og vel,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Hún telur að hælisleitendum frá Sýrlandi geti fjölgað á næstu vikum. „Ég held að það sé alveg vafalaust. Það hafa 18 Sýrlendingar sótt um hæli fyrstu 8 mánuði ársins. Það komu 18. En núna þessa daga í september þá hefur þegar komið ein sýrlensk fjölskylda þannig að við sjáum að það er aukning frá Sýrlandi til okkar. Þannig að ég á ekki von á öðru heldur en að það haldist,“ segir Ólöf Nordal. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Í síðustu viku kom sýrlensk barnafjölskylda til Íslands með flugi frá landi innan Schengensvæðisins og óskaði eftir hæli eftir komuna. Hún er önnur tveggja sýrlenskra fjölskyldna sem komið hafa á síðustu vikum til landsins. Hælisleitendum hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarið en það sem af er ári hafa 165 sótt um hæli á Íslandi. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu 154 um hæli á Íslandi. Það er 66% aukning frá sama tíma árið áður. Þeim fjölgar hratt sem að sækja um hæli hér á landi. Í ágústmánuði einum sóttu 49 um hæli eða jafn margir og sóttu um hæli síðustu þrjá mánuðina á undan. Til að setja tölurnar í samhengi þá sóttu 35 mann sum hæli á Íslandi árið 2009 og 50 árið 2010. Tölurnar ná aðeins yfir hælisleitendur en ekki yfir kvótaflóttafólk sem stjórnvöld taka á móti. Flestir þeirra sem sótt hafa um hæli eru frá Albaníu eða 51 einstaklingur. Þá eru Sýrlendingar næst fjölmennastir en 18 Sýrlendingar sóttu um hæli á Íslandi á fyrstu átta mánuðum ársins. Í síðustu viku kom til Íslands sýrlensk barnafjölskylda og óskaði eftir hæli við komuna. Hún er önnur tveggja sýrlenskra fjölskyldna sem sótt hafa um hæli á Íslandi á síðustu vikum. Um er að ræða annars vegar fjögurra manna fjölskyldu og hins vegar fimm manna fjölskyldu. Þær komu báðar með flugi frá landi innan Schengensvæðisins og óskuð eftir eftir hæli eftir komuna. „Við erum að sjá fjöldann vaxa mjög hratt núna og kemur okkur kannski ekki beinlínis á óvart en vöxturinn er töluvert meiri heldur en við höfðum ráðgert þannig að það er nú bara þessa dagana sem við erum að planleggja það hvernig við eigum að bregðast við. Það er alveg einsýnt að við þurfum að fá meira fjármagn inn í þennan málaflokk ég held að það sé númer eitt og auka skilvirknina í kerfinu þannig að við getum afgreitt þau mál sem að til okkar koma fljótt og vel,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Hún telur að hælisleitendum frá Sýrlandi geti fjölgað á næstu vikum. „Ég held að það sé alveg vafalaust. Það hafa 18 Sýrlendingar sótt um hæli fyrstu 8 mánuði ársins. Það komu 18. En núna þessa daga í september þá hefur þegar komið ein sýrlensk fjölskylda þannig að við sjáum að það er aukning frá Sýrlandi til okkar. Þannig að ég á ekki von á öðru heldur en að það haldist,“ segir Ólöf Nordal.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði