Innlent

Forstjórabústaðurinn sá fyrsti af ellefu bústöðum sem verða rifnir

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir forstjórabústaðinn hafa verið rifinn vegna þess að hann er steinsnar frá stærsta vatnsbóli landsins.
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir forstjórabústaðinn hafa verið rifinn vegna þess að hann er steinsnar frá stærsta vatnsbóli landsins.
Forstjóri Orkuveitunnar segir vatnsvernd ráða því að ráðist var í rífa niður forstjórabústað við Þingvallavatn. Ekki var búið að að ákveða að rífa húsið þegar ákveðið var að fara í kostnaðarsamt viðhald árið 2012. Þeir tíu bústaðir sem eru við vatnið munu líka víkja og standa nú yfir samningar við notendur húsanna.

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er nú verið að rífa niður forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn.

Sjá einnig:Kostar 3,6 milljónir króna að rífa bústaðinn

„Ástæðan fyrir því er eingöngu vatnsvernd. Hann stendur eiginlega ofan á vatnsbóli og það er ekki hvaða vatnsból sem er, þetta er langstærsta vatnsból á landinu og steinkasti frá bústaðnum er deilt tvöþúsund lítrum á sekúntu af fersku vatni upp úr hrauninu. Úr grunnum sprungu og sprungustefnan er frá bústaðnum að þessu vatnsbóli,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær.

Níu milljón krónur voru lagðar í endurnýjun á bústaðnum á árunum 2009 til 2012.

Félagarnir Hannes og Óskar, sem saman eru kallaðir Hanskar af gárungunum, sýndu engin vettlingatök þegar þeir byrjuðu í gær að rífa klæðninguna sem þeir negldu utan á forstjórabústað Orkuveitunnar í Riðvík á árinu 2012.Vísir/Pjetur
„Árið 2008 og 2009 er varið sjö og hálfri milljón í verkefnið held ég. En því var ekki lokið, það átti eftir að klæða eina hlið. Þannig hann lá þrátt fyrir þetta undir skemmdum og árið 2012 þá óskaði stöðvarstjórinn í Nesjavallavirkjun eftir því að fá að ljúka þessari viðgerð þannig að hann skemmdist ekki bústaðurinn.“

Tíu bústaðir  sem standa í landi Orkuveitunnar á Nesjavallajörðinni eiga með tímanum einnig að hverfa vegna vatnsverndarsjónarmiða. Samningar hafa staðið yfir við eigendur þeirra húsa um áframhaldandi leigu.

„Orkuveitan hefur boðið samninga til fimmtán ára, framlengingu en að að því loknu skuli bústaðirnir hverfa.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×