Stelpur í þriðja sinn í æðstu embættum MR Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 09:30 Þær Hanna og Snærós hlakka til að takast á við nýju embættin. Vísir/Vilhelm Í ellefta sinn á 136 árum tekur stelpa við embætti Inspector Scholae í Menntaskólanum í Reykjavík og á sama tíma gegnir stelpa embætti forseta nemendafélagsins Framtíðar en þetta er í þriðja sinn sem stelpur gegna þessum embættum á sama tíma, jafnframt eru stelpur í meirihluta í stjórn nemendafélaga skólans. „Þetta sýnir bara hvað MR er kominn langt í jafnréttisbaráttunni. Við erum núna í stjórn sex stelpur á móti fjórum strákum,“ segir Hanna María Geirdal, nýkjörinn Inspector Scholae, en það var í fyrsta sinn árið 1974 sem kona tók við embætti Inspector Scholae og var það Sigrún Pálsdóttir verkfræðingur. Síðastliðinn föstudag tók Snærós Axelsdóttir við embætti forseta nemendafélagsins Framtíðarinnar en fyrst kvenna til þess að gegna embætti forseta félagsins var Ingibjörg Pálmadóttir kennari sem tók við embættinu árið 1949. Hanna segir kosninguna sýna kynjahlutfallið í skólanum réttilega. „Stelpur eru í meirihluta í skólanum núna og til dæmis eru tveir heilir stelpubekkir á fyrsta ári,“ segir hún og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt að þær láti til sín taka í stjórn skólans. Kosningabaráttan í ár var óvenju stutt vegna páskafrís og segir Hanna baráttuna hafa tekið aðeins á. „Ég og hinir frambjóðendurnir fórum í 29 kennslustofur á tveimur dögum. Það tók alveg á, en var mjög gaman,“ segir hún og hlær. Hanna tekur formlega við embættinu í dag en hún og Snærós taka báðar við embættum af strákum, þeim Sigmari Aroni Ómarssyni og Árna Beinteini Árnasyni. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Í ellefta sinn á 136 árum tekur stelpa við embætti Inspector Scholae í Menntaskólanum í Reykjavík og á sama tíma gegnir stelpa embætti forseta nemendafélagsins Framtíðar en þetta er í þriðja sinn sem stelpur gegna þessum embættum á sama tíma, jafnframt eru stelpur í meirihluta í stjórn nemendafélaga skólans. „Þetta sýnir bara hvað MR er kominn langt í jafnréttisbaráttunni. Við erum núna í stjórn sex stelpur á móti fjórum strákum,“ segir Hanna María Geirdal, nýkjörinn Inspector Scholae, en það var í fyrsta sinn árið 1974 sem kona tók við embætti Inspector Scholae og var það Sigrún Pálsdóttir verkfræðingur. Síðastliðinn föstudag tók Snærós Axelsdóttir við embætti forseta nemendafélagsins Framtíðarinnar en fyrst kvenna til þess að gegna embætti forseta félagsins var Ingibjörg Pálmadóttir kennari sem tók við embættinu árið 1949. Hanna segir kosninguna sýna kynjahlutfallið í skólanum réttilega. „Stelpur eru í meirihluta í skólanum núna og til dæmis eru tveir heilir stelpubekkir á fyrsta ári,“ segir hún og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt að þær láti til sín taka í stjórn skólans. Kosningabaráttan í ár var óvenju stutt vegna páskafrís og segir Hanna baráttuna hafa tekið aðeins á. „Ég og hinir frambjóðendurnir fórum í 29 kennslustofur á tveimur dögum. Það tók alveg á, en var mjög gaman,“ segir hún og hlær. Hanna tekur formlega við embættinu í dag en hún og Snærós taka báðar við embættum af strákum, þeim Sigmari Aroni Ómarssyni og Árna Beinteini Árnasyni.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira