Einn helsti sérfræðingur Breta á málþingi um áfallastjórnun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2015 08:00 Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og framkvæmdastjóri NORDRESS, stýrir opnu málþingi um áfallastjórnun í dag. vísir/gva Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, breska sendiráðið og NORDRESS standa fyrir opnu málþingi um vísindi áfallastjórnunar í Norræna húsinu klukkan 12 í dag. Aðalfyrirlesari málþingsins er breski vísindamaðurinn Robin Grimes og þá mun jarðeðlisfræðiprófessorinn Magnús Tumi Guðmundsson veita andsvar. Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri NORDRESS. „Það er mikill heiður fyrir okkur Íslendinga og fyrir háskólann að fá erlendan gest eins og Robin Grimes prófessor. Hann er aðalráðgjafi breska utanríkisráðuneytisins í vísinda- og tæknimálum og sennilega einn þekktasti sérfræðingur Breta á sviði kjarnorkumála,“ segir Guðrún um aðalfyrirlesarann. Guðrún segir Grimes búa yfir áratuga reynslu sem eðlisfræðiprófessor við Imperial College í Lundúnum og segir hann meðal annars hafa gegnt stöðu ráðgjafa í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan fyrir fjórum árum. „Þeir Magnús Tumi Guðmundsson, sem allir Íslendingar þekkja sem einn okkar helsta sérfræðing á sviði eldgosa, munu fjalla um áhrif hamfara á samfélög,“ segir Guðrún. Einnig verður opið fyrir spurningar úr sal og samtöl við fundarmenn. Grimes mun fjalla um mikilvægi vísindarannsókna fyrir viðbúnað og viðbrögð við hamförum, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, í erindi sínu. Þá mun Magnús Tumi bregðast við erindi Robin Grimes og lýsa í sínu innleggi lærdómum sem draga má af reynslu Íslendinga af viðbúnaði og viðbrögðum við eldgosum hér á landi á undanförnum árum. Eins og áður sagði er Guðrún framkvæmdastjóri NORDRESS, sem stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Háskóla Íslands og breska sendiráðið. „NORDRESS er nýtt norrænt öndvegissetur um öryggi samfélaga og hvernig hægt er að bæta hæfni þeirra til að standa af sér hamfarir. Því er stýrt frá Stofnun Sæmundar fróða,“ segir Guðrún um NORDRESS. Að NORDRESS standa fimmtán norrænar stofnanir og segir Guðrún mikinn heiður að fá að vera við stjórnvölinn. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, breska sendiráðið og NORDRESS standa fyrir opnu málþingi um vísindi áfallastjórnunar í Norræna húsinu klukkan 12 í dag. Aðalfyrirlesari málþingsins er breski vísindamaðurinn Robin Grimes og þá mun jarðeðlisfræðiprófessorinn Magnús Tumi Guðmundsson veita andsvar. Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri NORDRESS. „Það er mikill heiður fyrir okkur Íslendinga og fyrir háskólann að fá erlendan gest eins og Robin Grimes prófessor. Hann er aðalráðgjafi breska utanríkisráðuneytisins í vísinda- og tæknimálum og sennilega einn þekktasti sérfræðingur Breta á sviði kjarnorkumála,“ segir Guðrún um aðalfyrirlesarann. Guðrún segir Grimes búa yfir áratuga reynslu sem eðlisfræðiprófessor við Imperial College í Lundúnum og segir hann meðal annars hafa gegnt stöðu ráðgjafa í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan fyrir fjórum árum. „Þeir Magnús Tumi Guðmundsson, sem allir Íslendingar þekkja sem einn okkar helsta sérfræðing á sviði eldgosa, munu fjalla um áhrif hamfara á samfélög,“ segir Guðrún. Einnig verður opið fyrir spurningar úr sal og samtöl við fundarmenn. Grimes mun fjalla um mikilvægi vísindarannsókna fyrir viðbúnað og viðbrögð við hamförum, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, í erindi sínu. Þá mun Magnús Tumi bregðast við erindi Robin Grimes og lýsa í sínu innleggi lærdómum sem draga má af reynslu Íslendinga af viðbúnaði og viðbrögðum við eldgosum hér á landi á undanförnum árum. Eins og áður sagði er Guðrún framkvæmdastjóri NORDRESS, sem stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Háskóla Íslands og breska sendiráðið. „NORDRESS er nýtt norrænt öndvegissetur um öryggi samfélaga og hvernig hægt er að bæta hæfni þeirra til að standa af sér hamfarir. Því er stýrt frá Stofnun Sæmundar fróða,“ segir Guðrún um NORDRESS. Að NORDRESS standa fimmtán norrænar stofnanir og segir Guðrún mikinn heiður að fá að vera við stjórnvölinn.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira