Þann 14. júní ákvað Hanna Kristín Skaftadóttir að gefa sér 99 daga til að koma sér á réttan kjöl.
Hanna er með áráttu- og þráhyggjuröskun, sem hún lítur í dag á sem vöggugjöf. Í sumar segist hún hafa misst tökin og orðið þunglynd. Hanna ákvað að setja stöðuuppfærslu á Facebook að loknum þessum 99 dögum - og segir að viðbrögðin hafi komið sér á óvart. Margir hafi einfaldlega ekki trúað þessu að kona sem virðist vera með allt á hreinu hafi farið svona langt niður.
Henni finnst ummæli um að læknast af hinum og þessum geðsjúkdómum furðuleg, að frekar eigi að einblína á að fólk lifi með því sem hún vill kalla vöggugjafir.
Hanna Kristín, sjósundhetja, balletkennari og framkvæmdastjóri Mimi Creations, var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld og sjá má það viðtal í spilaranum hér að ofan.

