Innlent

Mikil unglingadrykkja á skemmtistað í Austurbænum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fjórir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur en tveimur sleppt eftir blóðtöku.
Fjórir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur en tveimur sleppt eftir blóðtöku. Vísir/Anton
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um klukkan tvö var tilkynnt um mikla unglingadrykkju á skemmtistað í Austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom hún að afar ölvuðum 17 ára pilti. Sá sparkaði og lamdi í lögreglubíl og hafði í hótunum við lögreglumennina á staðnum. Var pilturinn handtekinn og vistaður í fangageymslu og verður færður til skýrslutöku síðar í dag.

Fyrr um kvöldið miðnætti var lögregluskýrsla skrifuð á veitingastað sem veitti aðila undir tvítugu áfengi.

Rétt fyrir klukkan fimm var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna systkina sem voru að slást í Vesturbænum. Var bróðirinn handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ölvunar og hótana í garð lögreglumanna. Farið var með systurina á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. Henni tjáð að ef hún gæfi upp nafn og kennitölu þá væri henni frjálst að fara en hún neitaði því og var í framhaldi vistuð í fangageymslu.

Þá voru fjórir stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur en tveimur sleppt eftir blóðtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×