Enski boltinn

Hazard: Erfiðara að vera ríkjandi meistarar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hazard hefur ekki náð sér á strik í upphafi tímabilsins.
Hazard hefur ekki náð sér á strik í upphafi tímabilsins. Vísir/getty
Eden Hazard, belgíski kantmaður Chelsea, segir að það sé töluvert erfiðara að vera ríkjandi meistarar í ensku úrvalsdeildinni en hann segir að það gefi öðrum liðum aukin kraft að geta sigrað meistaranna.

Hazard sem var valinn besti leikmaður tímabilsins á síðasta tímabili þegar Chelsea stóð uppi sem sigurvegarar með miklum yfirburðum hefur líkt og liðsfélagar sínir ekki náð sér á strik í upphafi tímabilsins.

Chelsea er aðeins með fjögur stig eftir fjóra leiki en liðið tapaði gegn Crystal Palace á heimavelli fyrir landsleikjahlé en það var aðeins annar deildarleikurinn sem Chelsea tapar undir stjórn Jose Mourinho á heimavelli.

„Það er erfiðara að spila alla leiki sem ríkjandi meistarar. Öllum langar að sigra þig og drepa þig. Við áttum frábært tímabil í fyrra og ef við náum að endurtaka leikinn yrði það frábært.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×