Efins um að tilgreina 40 ára starfsreynslu því það undirstriki aldurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2015 10:01 Jóhanna Hermansen. „Ég er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf aðeins með gagnfræðapróf, en ég lít ekki á mig sem ómenntaða, því reynsla mín á vinnumarkaði er umtalsverð, ég hef verið að læra allt mitt líf,“ segir Jóhanna Hermansen, 61 árs atvinnuleitandi, í pistli sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Jóhanna greinir frá því að í níu mánuði hafi hún leitað að vinnu og sótt um yfir þrjátíu störf. Hún hafi upphaflega ætlað að „setjast í helgan stein“ við 65 ára aldurinn eða í síðasta lagi 67 ára. Að missa vinnuna sextug vegna samdráttar á vinnustað sé hins vegar ekkert grín. „Ferilskráin mín er glæsileg og kynningarbréfið flott. Ég hef verið að grobba mig pínulítið á því að hafa yfir 40 ára reynslu á mínu starfssviði. En nú er ég farin að efast um það hvort rétt sé að taka það fram á kynningarbréfinu, því þar með er ég að undirstrika aldur minn.“Pistill Guðmundar Andra tilefniðJóhanna segist hafa verið boðuð í tvö viðtöl eftir umsóknir sínar. „Hefur þú hugsað þér þetta sem framtíðarstarf“ var ein spurningin sem ég fékk. „Já alveg þar til ég fer á ellilaun, eftir 7 ár“ langaði mig að svara, en brosti bara út í annað og sagði „já, það hef ég hugsað mér“. Viðskiptafræðingur á fertugsaldri var ráðinn í þetta starf.“ Tilefni skrifa Jóhönnu var pistill Guðmundar Andra Thorssonar á dögunum sem bar titilinn Að reka konur. „Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum,“ sagði Guðmundur Andri í pistlinum. Er Jóhanna honum hjartanlega sammála.Þeir of gömlu„Ég hef líka velt því fyrir mér hversu lengi þessi ungi viðskiptafræðingur verður í því starfi, sem enga menntun þarf til aðra en starfsreynslu. Ja, allavega þá misstu þeir af góðum starfskrafti, mér.“ Jóhanna hefur sótt starfsleitarnámskeið Vinnumálastofnunar en það hefur haft lítið að segja. „Þegar umsóknir um hvert starf eru 100 til 200, hvernig vinna atvinnurekendur úr þeim umsóknum? Er þeim skipt eftir menntun, getu, kyni, aldri og útliti? Við skulum vona að kyn og útlit skipti ekki máli. Þá eru þrír flokkar eftir, menntun, geta og aldur. Hvernig er þeim skipt, þeir hæfu, þeir óhæfu og þeir of gömlu?“ Skorar Jóhanna á atvinnurekendur að skoða aðeins í bunkann sem er merktur „þeir of gömlu“.Pistil Jóhönnu má lesa í heild hér. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
„Ég er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf aðeins með gagnfræðapróf, en ég lít ekki á mig sem ómenntaða, því reynsla mín á vinnumarkaði er umtalsverð, ég hef verið að læra allt mitt líf,“ segir Jóhanna Hermansen, 61 árs atvinnuleitandi, í pistli sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Jóhanna greinir frá því að í níu mánuði hafi hún leitað að vinnu og sótt um yfir þrjátíu störf. Hún hafi upphaflega ætlað að „setjast í helgan stein“ við 65 ára aldurinn eða í síðasta lagi 67 ára. Að missa vinnuna sextug vegna samdráttar á vinnustað sé hins vegar ekkert grín. „Ferilskráin mín er glæsileg og kynningarbréfið flott. Ég hef verið að grobba mig pínulítið á því að hafa yfir 40 ára reynslu á mínu starfssviði. En nú er ég farin að efast um það hvort rétt sé að taka það fram á kynningarbréfinu, því þar með er ég að undirstrika aldur minn.“Pistill Guðmundar Andra tilefniðJóhanna segist hafa verið boðuð í tvö viðtöl eftir umsóknir sínar. „Hefur þú hugsað þér þetta sem framtíðarstarf“ var ein spurningin sem ég fékk. „Já alveg þar til ég fer á ellilaun, eftir 7 ár“ langaði mig að svara, en brosti bara út í annað og sagði „já, það hef ég hugsað mér“. Viðskiptafræðingur á fertugsaldri var ráðinn í þetta starf.“ Tilefni skrifa Jóhönnu var pistill Guðmundar Andra Thorssonar á dögunum sem bar titilinn Að reka konur. „Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum,“ sagði Guðmundur Andri í pistlinum. Er Jóhanna honum hjartanlega sammála.Þeir of gömlu„Ég hef líka velt því fyrir mér hversu lengi þessi ungi viðskiptafræðingur verður í því starfi, sem enga menntun þarf til aðra en starfsreynslu. Ja, allavega þá misstu þeir af góðum starfskrafti, mér.“ Jóhanna hefur sótt starfsleitarnámskeið Vinnumálastofnunar en það hefur haft lítið að segja. „Þegar umsóknir um hvert starf eru 100 til 200, hvernig vinna atvinnurekendur úr þeim umsóknum? Er þeim skipt eftir menntun, getu, kyni, aldri og útliti? Við skulum vona að kyn og útlit skipti ekki máli. Þá eru þrír flokkar eftir, menntun, geta og aldur. Hvernig er þeim skipt, þeir hæfu, þeir óhæfu og þeir of gömlu?“ Skorar Jóhanna á atvinnurekendur að skoða aðeins í bunkann sem er merktur „þeir of gömlu“.Pistil Jóhönnu má lesa í heild hér.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira