Af myndunum að dæma virðist hafa farið vel á með þeim tveimur.
Miles Kane er þekktur á Bretlandseyjum, en hann er forsprakki sveitarinnar The Last Shadow Puppets og var áður í sveitinni The Rascals.

Kane er þekkt kvennagull í skemmtanabransanum. Hann var með fyrirsætunni Agyness Denn árið 2009, en þau hættu saman því Denn var mikið í Bandaríkjunum og Kane á Bretlandseyjum. Hann var einnig með fyrirsætunni Suki Waterhouse í tvö ár, frá 2011 til 2013. Í lok árs 2013 var sá orðrómur á kreiki að Kane væri í sambandi með Laura Whitmore, sem er kynnir MTV-sjónvarpsstöðvarinnar.
Tinnu þekkja margir hér á landi. Hún er 29 ára gömul og hefur starfað sem fyrirsæta í rúman áratug, en þá flutti hún til New York. Hún hefur einnig starfað í Indlandi, Tókýó og er nú búsett í London þar sem hún starfar einnig.
Hér að neðan má heyra lagið Johanna með Miles Kane.