Innlent

Brotist inn í tvo skóla í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Komust undan í báðum tilvikum.
Komust undan í báðum tilvikum. vísir/hari
Lögreglu var tilkynnt um innbrot í skóla í Kópavogi þar sem sést hafði til tveggja manna brjóta rúðu og fara inn. Þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og er ekki vitað hvort eða hverju þeir stálu.

Um svipað 
leyti  var tilkynnt um innbrot í skóla í austurborginni þar sem þjófurinn eða þjófarnir brutu  sér líka leið inn í gegnum rúðu. Hann eða þeir komust undan og er ekki vitað hverju þeir stálu.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×