Innlent

Víðir Reynisson ráðinn sem lögreglufulltrúi á Suðurlandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Víðir starfaði hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í fimmtán ár, en sagði starfi sínu lausu í apríl.
Víðir starfaði hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í fimmtán ár, en sagði starfi sínu lausu í apríl. mynd/stöð 2
Víðir Reynisson, fyrrum deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, hefur verið ráðinn tímabundið sem lögreglufulltrúi á Suðurlandi. Hann kemur til með að sinna almannavörnum í umdæmi embættisins í eitt ár frá og með 24. ágúst. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Í apríl síðastliðnum sagði Víðir starfi sínu hjá almannavörnum lausu. Þá hafði hann starfað þar í fimmtán ár og sagðist vilja snúa sér að öðru, en vonaðist til að geta haldið áfram að gera samfélagið betra, líkt og hann orðaði það.

Víðir mun koma að heildarskipulagi almannavarna á Suðurlandi, þjálfun og menntun allra viðbragðsaðila, umsjón æfinga, gerð viðbragðsáætlana og annarra gerða til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna í umdæminu. Ráðning hans var gerð í samvinnu við sveitarfélögin í umdæminu og mun hann jafnframt aðstoða þau við að styrkja sína innviði, komi til almannavarnavár.


Tengdar fréttir

Víðir hættir hjá almannavörnum

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann lætur af störfum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×