Innlent

Víðir hættir hjá almannavörnum

sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar
„Ég hef ekki ákveðið hvað ég fer að gera en er viss um að það verður jákvætt og spennandi. Vonandi áfram á því sviði sem hugur minn hefur alltaf verið þ.e. að gera samfélagið okkar betra og áfallaþolnara.“
„Ég hef ekki ákveðið hvað ég fer að gera en er viss um að það verður jákvætt og spennandi. Vonandi áfram á því sviði sem hugur minn hefur alltaf verið þ.e. að gera samfélagið okkar betra og áfallaþolnara.“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér, en vonast til að geta haldið áfram að starfa við það að gera samfélagið betra.

„Ég hef ekki ákveðið hvað ég fer að gera en er viss um að það verður jákvætt og spennandi. Vonandi áfram á því sviði sem hugur minn hefur alltaf verið þ.e. að gera samfélagið okkar betra og áfallaþolnara,“ skrifar Víðir á Facebook.

Hann segir að hann hafi í nokkurn tíma velt fyrir sér þessum möguleika. Hann hafi starfað hjá almannavörnum í fimmtán ár, það hafi verið afar lærdómsríkt en að nú hafi verið tíminn til að stökkva. Víðir lætur af störfum nú í sumar.

Færslu Víðis má sjá hér fyrir neðan.

Nú eru spennandi tímar framundan. Í gær sagði ég upp starfi mínu hjá ríkislögreglustjóra og mun láta af störfum þar...

Posted by Víðir Reynisson on 29. apríl 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×