Innlent

Nýr íbúðakjarni fyrir einhverfa rís við Þorláksgeisla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Borgarstjóri og stúlkurnar þrjár sem hjálpuðu til við skóflustunguna í dag.
Borgarstjóri og stúlkurnar þrjár sem hjálpuðu til við skóflustunguna í dag. mynd/reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúðakjarna við Þorláksgeisla 2-4 í Grafarholti í dag ásamt þremur stúlkum, þeim Þóru, Erlu og Perlu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að íbúðakjarninn verði fyrir einhverfa. Í kjarnanum verða fimm einstaklingar í einstaklingsíbúðum. Þá verður ein íbúð fyrir starfsfólk. Húsið verður 430 fermetrar að stærð.

Áætlað er að húsið verði tilbúið í lok september 2016 og mun velferðarsvið Reykjavíkur sjá um daglegan rekstur hússins. Í húsinu verður vakt allan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×