Gagnrýna hvernig staðið var að ráðningu nýs sviðsstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2015 20:59 Aukafundur var í borgarráði í dag vegna ráðningar nýs sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs. vísir/gva Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu til að Þorsteinn Sæberg Sigurðsson, skólastjóri Árbæjarskóla, yrði ráðinn í stöðu sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en á aukafundi borgarráðs vegna málsins í dag var Helgi Grímsson ráðinn í stöðuna. Kjartan Magnússon, fulltrúi sjálfstæðismanna í borgarráði, segir að tillaga þeirra um Þorstein hafi fengið hörð viðbrögð frá fulltrúum meirihlutans í ráðinu. Tillagan var meðal annars ekki tekin til afgreiðslu sem Kjartan segir að gangi gegn góðum stjórnsýsluháttum. „Tillaga borgarstjóra um Helga Grímsson var tekin fyrir fyrst og þar sem meirihlutinn valdi hann var tillaga okkar um Þorstein ekki tekin til afgreiðslu. Við mótmæltum því harðlega því eðlilegast hefði verið að taka tillögurnar einfaldlega fyrir samtímis og kjósa um þær,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Hann segir yfirleitt takast að afgreiða mannaráðningar í sátt í borgarráði en svo hafi nú ekki verið vegna þessara vinnubragða og er það óvenjulegt. Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun á fundinum þar sem meðal annars eru gerðar athugasemdir við það að ráðningin hafi ekki verið á útsendri dagskrá með fundarboði fyrir borgarráðsfund sem haldinn var í gær. Þá gera þeir einnig athugasemdir við það að hafa ekki fengið nein gögn um málið fyrr en á fundinum í gær. „Þurftu fulltrúar minnihlutans að óska sérstaklega eftir frestun málsins og að fá gögn þessa viðamikla máls afhent enda var slíkt forsenda þess að þeir gætu tekið upplýsta ákvörðun. Var afgreiðslu málsins þá frestað um sólarhring svo fulltrúar minnihlutans gætu kynnt sér gögnin. Ljóst er að í þessu mikilvæga máli hugðist borgarstjóri ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn fengju tíma til að kynna sér umfangsmikil gögn málsins,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. Jafnframt kemur fram í bókunin að þessi vinnubrögð sýni að borgarstjóri líti „ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem hafi það hlutverk að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið.“ Tengdar fréttir Helgi Grímsson ráðinn sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Tekur við af Ragnari Þorsteinssyni. 17. júlí 2015 17:43 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu til að Þorsteinn Sæberg Sigurðsson, skólastjóri Árbæjarskóla, yrði ráðinn í stöðu sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en á aukafundi borgarráðs vegna málsins í dag var Helgi Grímsson ráðinn í stöðuna. Kjartan Magnússon, fulltrúi sjálfstæðismanna í borgarráði, segir að tillaga þeirra um Þorstein hafi fengið hörð viðbrögð frá fulltrúum meirihlutans í ráðinu. Tillagan var meðal annars ekki tekin til afgreiðslu sem Kjartan segir að gangi gegn góðum stjórnsýsluháttum. „Tillaga borgarstjóra um Helga Grímsson var tekin fyrir fyrst og þar sem meirihlutinn valdi hann var tillaga okkar um Þorstein ekki tekin til afgreiðslu. Við mótmæltum því harðlega því eðlilegast hefði verið að taka tillögurnar einfaldlega fyrir samtímis og kjósa um þær,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Hann segir yfirleitt takast að afgreiða mannaráðningar í sátt í borgarráði en svo hafi nú ekki verið vegna þessara vinnubragða og er það óvenjulegt. Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun á fundinum þar sem meðal annars eru gerðar athugasemdir við það að ráðningin hafi ekki verið á útsendri dagskrá með fundarboði fyrir borgarráðsfund sem haldinn var í gær. Þá gera þeir einnig athugasemdir við það að hafa ekki fengið nein gögn um málið fyrr en á fundinum í gær. „Þurftu fulltrúar minnihlutans að óska sérstaklega eftir frestun málsins og að fá gögn þessa viðamikla máls afhent enda var slíkt forsenda þess að þeir gætu tekið upplýsta ákvörðun. Var afgreiðslu málsins þá frestað um sólarhring svo fulltrúar minnihlutans gætu kynnt sér gögnin. Ljóst er að í þessu mikilvæga máli hugðist borgarstjóri ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn fengju tíma til að kynna sér umfangsmikil gögn málsins,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. Jafnframt kemur fram í bókunin að þessi vinnubrögð sýni að borgarstjóri líti „ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem hafi það hlutverk að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið.“
Tengdar fréttir Helgi Grímsson ráðinn sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Tekur við af Ragnari Þorsteinssyni. 17. júlí 2015 17:43 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Helgi Grímsson ráðinn sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Tekur við af Ragnari Þorsteinssyni. 17. júlí 2015 17:43