Fótbolti

Spilar Zlatan með Viðari og Sölva?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty
Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty er á höttunum eftir sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic.

Þeir Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen spila með nýkrýndum bikarmeisturum Sainty og væru eflaust spenntir fyrir að fá Zlatan í liðið.

Nýir aðilar eru að koma að félaginu um áramótin og hermt er að Sainty muni hafa 26 milljarða til þess að kaupa nýja leikmenn.

Þjálfari liðsins, Rúmeninn Dan Petrescu, segir að félagið sé til í að leggja mikið á sig til þess að fá stórar stjörnur til félagsins.

Samningur Zlatan við franska félagið PSG rennur út næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×