Innlent

„Ómannúðlegt að ætlast til að menn séu edrú alla daga á þessu þingi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brynjar Níelsson á góðri stundu í þingsal ásamt skellihlæjandi Guðlaugi Þór Þórðarsyni.
Brynjar Níelsson á góðri stundu í þingsal ásamt skellihlæjandi Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Vísir/Vilhelm
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér spaugilegu hliðina á uppákomunni í þingsal á miðvikudagskvöldið þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sakaði þingmann um að vera undir áhrifum í umræðum um fjárlög. Kona hans hafi fengið fyrir hjartað þegar hún heyrði ræðu Lilju Rafneyjar.

„Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney sem ekki hefur viljað upplýsa um hvaða þingmann ræddi. Hún vonar þó að umræddur þingmaður hugsi sinn gang

„Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær.Vísir/Vilhelm
„Áburðarþingmaður“ ósáttur við áburð

Þorsteinn Sæmundsson lýsti því yfir í gær að hann myndi taka málið upp hjá forsætisnefnd drægi Lilja Rafney ekki orð sín til baka eða upplýsti um hvern ræddi. Annars lægju allir undir grun.

Sjá einnig:Brandarinn um Brynjar sem Össur þorði ekki að segja í skötuveislu

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem talað hefur fyrir byggingu og rekstri ríkisins á áburðarverksmiðju, sagði áburð Lilju Rafneyjar óþolandi.

„Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi.visir/daníel
Brynjar bar af sér sakir

Brynjar er öllu léttari í hjali en kollegi hans hjá Framsóknarflokknum. Færsla hans á Facebook frá því í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli.

„Af því að ég hef enga ólyst á víni fékk frúin sting fyrir hjartað þegar hún sat fyrir framan skjáinn og horfði á Lilju Rafneyju flytja tímamótaræðu á þinginu í gærkveldi,“ sagði Brynjar. Sem neitaði sök.

„Ég bar af mér sakir þegar heim kom en lét þó fylgja að það væri ómannúðlegt að ætlast til að menn séu edrú alla daga á þessu þingi.“


Tengdar fréttir

Segir þingmann í salnum undir áhrifum

„Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×