Innlent

Maður lést eftir að hafa fallið fram af svölum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/hari
Maður fannst látinn í Breiðholti í dag og eru tveir menn í haldi vegna málsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Mikill viðbúnaður lögreglu er á svæðinu en slysið átti sér stað í Hólahverfinu.

Samkvæmt upplýsingum RÚV lést maðurinn eftir að hafa fallið fram af svölum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, vildi ekkert staðfesta við fréttastofu. Sagði hann hugsanlegt að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og rannsókn málsins væri á algjöru frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×