Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2015 09:56 Færsla Hildar hefur vakið afar mikla athygli og skapast töluverð umræða. Sitt sýnist hverjum. Vísir Hildur Lilliendahl segir það alls ekki hafar verið ætlun sína að alhæfa um stétt sjómanna frekar en nokkra aðra stétt. Ummæli sem hún lét falla á Facebook, en tók síðar út, hafa vakið mikla athygli og töluverða reiði.Hildur sagði í stuttu samtali við Vísi á mánudag hafa fjarlægt ummæli sín um leið og hún áttaði sig á því hve margir misskildu hana. Hún birti í gær á Twitter athugasemd sem hún skrifaði í kjölfar mikillar umræðu vegna ummælanna sem fór í hönd í Facebook-hópnum Beauty tips.Sjá einnig: „Til voru menn sem hældu sér af því að hafa „tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni“ Ummælin má sjá í heild sinni hér að neðan en óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á þeim. Fjölmargir hafa gagnrýnt ummælin harðlega og sömuleiðis margir komið Hildi til varnar. „…það sem ég átti við var flókið og fræðilegt mál um skaðlegar karlmennskuímyndir og allar konurnar sem stóðu einar undri því (þetta var nota bene í þátíð) að reka heimilið einar svo karlarnir gætu stundað sjó. Og uppskáru sumar hverjar gegndarlaust fyllirí og ofbeldi þegar þeir voru í landi,“ segir Hildur. Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. „…. þær viðhalda skökkum valdahlutföllum og það er mikilvægt að við minnumst líka fórnanna sem konurnar færðu þegar við upphefjum líf og störf sjómanna fortíðarinnar.“ Hún segir skrýtið að þurfa að taka fram að hún hafi ekki ætlað að særa nokkurn mann, hún elski karla jafnt sem konur og og sérstaklega allar þær hugrökku sem stigið hafa fram með sögur nýlega í tilefni vitundavakninga á borð við #þöggun og #6dagsleikinn.Svar Hildar sem hún birti á Twitter í gær má sjá hér að neðan.Hæ elskur. Statusinn þarna er vissulega minn en ekkert annað á þessari mynd. Ég tók hann út þegar ég áttaði mig á því að Vísir hafði tekið umræður úr Beauty tips um reynslu mína af kvensjúkdómalækni og birt grein um þær.Ég hafði ekki orku í að takast á við hvort tveggja og fattaði allt í einu að ég hafði sært fólk og var ekki í aðstöðu til að útskýra hvað ég átti við.Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess núna heldur nema í mjög stuttu máli en það sem ég átti við var flókið og fræðilegt mál um skaðlegar karlmennskuímyndir og allar konurnar sem stóðu einar undri því (þetta var nota bene í þátíð) að reka heimilið einar svo karlarnir gætu stundað sjó. Og uppskáru sumar hverjar gegndarlaust fyllirí og ofbeldi þegar þeir voru í landi.Ég átti við að það er hættulegt að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir, þær viðhalda skökkum valdahlutföllum og það er mikilvægt að við minnumst líka fórnanna sem konurnar færðu þegar við upphefjum líf og störf sjómanna fortíðarinnar.Mér finnst skrýtið að þurfa að taka það fram að það var að sjálfsögðu aldrei ætlun mín að alhæfa um þessa stétt frekar en nokkra aðra. Og nei, ég hata ekki karla, ég elska þá næstum jafnmikið og ég elska allar hugrökku konurnar sem eru að stíga fram þessa dagana og deila reynslu sinni af ofbeldi til að gera heiminn betri. Tengdar fréttir Femínisti segir af sér „Þeir sem hæst hafa undir hverjum fána, og fara þar fremstir í flokki, þeir skilgreina merkinguna.“ 9. júní 2015 07:00 Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Hildur Lilliendahl segir það alls ekki hafar verið ætlun sína að alhæfa um stétt sjómanna frekar en nokkra aðra stétt. Ummæli sem hún lét falla á Facebook, en tók síðar út, hafa vakið mikla athygli og töluverða reiði.Hildur sagði í stuttu samtali við Vísi á mánudag hafa fjarlægt ummæli sín um leið og hún áttaði sig á því hve margir misskildu hana. Hún birti í gær á Twitter athugasemd sem hún skrifaði í kjölfar mikillar umræðu vegna ummælanna sem fór í hönd í Facebook-hópnum Beauty tips.Sjá einnig: „Til voru menn sem hældu sér af því að hafa „tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni“ Ummælin má sjá í heild sinni hér að neðan en óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á þeim. Fjölmargir hafa gagnrýnt ummælin harðlega og sömuleiðis margir komið Hildi til varnar. „…það sem ég átti við var flókið og fræðilegt mál um skaðlegar karlmennskuímyndir og allar konurnar sem stóðu einar undri því (þetta var nota bene í þátíð) að reka heimilið einar svo karlarnir gætu stundað sjó. Og uppskáru sumar hverjar gegndarlaust fyllirí og ofbeldi þegar þeir voru í landi,“ segir Hildur. Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. „…. þær viðhalda skökkum valdahlutföllum og það er mikilvægt að við minnumst líka fórnanna sem konurnar færðu þegar við upphefjum líf og störf sjómanna fortíðarinnar.“ Hún segir skrýtið að þurfa að taka fram að hún hafi ekki ætlað að særa nokkurn mann, hún elski karla jafnt sem konur og og sérstaklega allar þær hugrökku sem stigið hafa fram með sögur nýlega í tilefni vitundavakninga á borð við #þöggun og #6dagsleikinn.Svar Hildar sem hún birti á Twitter í gær má sjá hér að neðan.Hæ elskur. Statusinn þarna er vissulega minn en ekkert annað á þessari mynd. Ég tók hann út þegar ég áttaði mig á því að Vísir hafði tekið umræður úr Beauty tips um reynslu mína af kvensjúkdómalækni og birt grein um þær.Ég hafði ekki orku í að takast á við hvort tveggja og fattaði allt í einu að ég hafði sært fólk og var ekki í aðstöðu til að útskýra hvað ég átti við.Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess núna heldur nema í mjög stuttu máli en það sem ég átti við var flókið og fræðilegt mál um skaðlegar karlmennskuímyndir og allar konurnar sem stóðu einar undri því (þetta var nota bene í þátíð) að reka heimilið einar svo karlarnir gætu stundað sjó. Og uppskáru sumar hverjar gegndarlaust fyllirí og ofbeldi þegar þeir voru í landi.Ég átti við að það er hættulegt að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir, þær viðhalda skökkum valdahlutföllum og það er mikilvægt að við minnumst líka fórnanna sem konurnar færðu þegar við upphefjum líf og störf sjómanna fortíðarinnar.Mér finnst skrýtið að þurfa að taka það fram að það var að sjálfsögðu aldrei ætlun mín að alhæfa um þessa stétt frekar en nokkra aðra. Og nei, ég hata ekki karla, ég elska þá næstum jafnmikið og ég elska allar hugrökku konurnar sem eru að stíga fram þessa dagana og deila reynslu sinni af ofbeldi til að gera heiminn betri.
Tengdar fréttir Femínisti segir af sér „Þeir sem hæst hafa undir hverjum fána, og fara þar fremstir í flokki, þeir skilgreina merkinguna.“ 9. júní 2015 07:00 Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Femínisti segir af sér „Þeir sem hæst hafa undir hverjum fána, og fara þar fremstir í flokki, þeir skilgreina merkinguna.“ 9. júní 2015 07:00
Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42