„Til voru menn sem hældu sér af því að hafa "tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 12:11 Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, var til sjós á 20 ár. vísir Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, kemur Hildi Lilliendahl til varnar í pistli sem hún skrifar á bloggsíðu sína í dag. Pistillinn ber titilinn „Hugleiðingar um heimilisofbeldi sjómanna.“ Ummæli sem Hildur lét falla á Facebook um sjómenn á sjómannadaginn, en tók síðar út, hafa vakið mikla athygli og töluverða reiði.Í stuttu samtali við Vísi á mánudag sagðist Hildur hafa fjarlægt ummælin um leið og hún áttaði sig á því hve margir misskildu hana, en Anna leggur út af viðbrögðunum við færslu Hildar í pistli sínum. Segist hún hafa verið í fríi í París á sjómannadaginn og hafa fengið ákúrur fyrir það en Anna var á sjó í tuttugu ár en starfar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Svo kom ég heim í rokið og rigninguna, atið í vinnunni, hávaðann og stressið og neikvæðu umræðuna í þjóðfélaginu og það sem efst var á baugi, fáein orð sögð í fljótfærni í garð sjómanna sem fljótlega hafði verið eytt og stór hluti þjóðarinnar reif sig ofan í rassgat af hneykslan yfir orðum ungu konunnar sem misst hafði orðin út úr sér og eytt þeim. Allt í einu var umburðarlyndið fyrir bí enda stúlkan þekkt fyrir háværa baráttu fyrir kvenréttindum og íslenska þjóðin jós yfir hana heilögum svívirðingum.“„Heyra mátti ofbeldið í þarnæstu íbúð“ Anna segist hafa reynt að bera blak af Hildi á Facebook en hafi samstundis verið „skotin í kaf af reiðum körlum og kerlingum sem virtust eiga sér það eitt að áhugamáli að hata umrædda konu.“ Anna rifjar síðan upp fyrstu árin sín þegar hún bjó fyrst í illa byggðum timburhúsum og „heyra mátti heimilisofbeldið í þarnæstu íbúð og jafnvel íbúðum lengra í burtu.“ Svo rifjar hún upp fyrstu árin sín á sjónum: „[...] á gömlum nýsköpunartogurum þar sem margir komu dauðadrukknir um borð þegar farið var út á sjó og til voru menn sem hældu sér af því að hafa „tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni. Ekki var álitið mikið á þessum hetjum hafsins, komu kannski í land á mánudegi og flýttu sér í Ríkið til að kaupa sér bokku eða tvær sem voru svo teknar hvíldarlaust út áður en haldið var til hafs á ný. Margir kunnu sér ekki hóf og þessum inniverum fylgdi talsvert ofbeldi og inniverurnar urðu sem martröð fyrir börnin sem máttu horfa upp á þennan viðbjóð.“ Pistil Önnu má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. 10. júní 2015 09:56 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, kemur Hildi Lilliendahl til varnar í pistli sem hún skrifar á bloggsíðu sína í dag. Pistillinn ber titilinn „Hugleiðingar um heimilisofbeldi sjómanna.“ Ummæli sem Hildur lét falla á Facebook um sjómenn á sjómannadaginn, en tók síðar út, hafa vakið mikla athygli og töluverða reiði.Í stuttu samtali við Vísi á mánudag sagðist Hildur hafa fjarlægt ummælin um leið og hún áttaði sig á því hve margir misskildu hana, en Anna leggur út af viðbrögðunum við færslu Hildar í pistli sínum. Segist hún hafa verið í fríi í París á sjómannadaginn og hafa fengið ákúrur fyrir það en Anna var á sjó í tuttugu ár en starfar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Svo kom ég heim í rokið og rigninguna, atið í vinnunni, hávaðann og stressið og neikvæðu umræðuna í þjóðfélaginu og það sem efst var á baugi, fáein orð sögð í fljótfærni í garð sjómanna sem fljótlega hafði verið eytt og stór hluti þjóðarinnar reif sig ofan í rassgat af hneykslan yfir orðum ungu konunnar sem misst hafði orðin út úr sér og eytt þeim. Allt í einu var umburðarlyndið fyrir bí enda stúlkan þekkt fyrir háværa baráttu fyrir kvenréttindum og íslenska þjóðin jós yfir hana heilögum svívirðingum.“„Heyra mátti ofbeldið í þarnæstu íbúð“ Anna segist hafa reynt að bera blak af Hildi á Facebook en hafi samstundis verið „skotin í kaf af reiðum körlum og kerlingum sem virtust eiga sér það eitt að áhugamáli að hata umrædda konu.“ Anna rifjar síðan upp fyrstu árin sín þegar hún bjó fyrst í illa byggðum timburhúsum og „heyra mátti heimilisofbeldið í þarnæstu íbúð og jafnvel íbúðum lengra í burtu.“ Svo rifjar hún upp fyrstu árin sín á sjónum: „[...] á gömlum nýsköpunartogurum þar sem margir komu dauðadrukknir um borð þegar farið var út á sjó og til voru menn sem hældu sér af því að hafa „tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni. Ekki var álitið mikið á þessum hetjum hafsins, komu kannski í land á mánudegi og flýttu sér í Ríkið til að kaupa sér bokku eða tvær sem voru svo teknar hvíldarlaust út áður en haldið var til hafs á ný. Margir kunnu sér ekki hóf og þessum inniverum fylgdi talsvert ofbeldi og inniverurnar urðu sem martröð fyrir börnin sem máttu horfa upp á þennan viðbjóð.“ Pistil Önnu má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. 10. júní 2015 09:56 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56
Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. 10. júní 2015 09:56
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59