Fagna samningi við ESB sem fyrsta skref af mörgum Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2015 07:00 Tollkvótar verða áfram við lýði en Samkeppniseftirlitið hefur lagt til að það kerfi verði aflagt þar sem það gefi ekki nægilega góða raun fyrir neytendur. Samningur íslenska stjórnvalda og Evrópusambandsins opnar fyrir tollfrjálsan innflutning á alls kyns villibráð. Innflutt hreindýrakjöt, dádýrskjöt, rjúpur, dúfur, fasanar og önnur villibráð verður því tollfrjáls varningur með öllu. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu, segir þennan samning hafa bæði jákvæð áhrif á neytendur á Íslandi sem og útflytjendur íslenskra landbúnaðarafurða. „Það sem við fáum út úr þessum samningum er að þeir eru algjörlega gagnkvæmir. Allt sem við megum flytja inn tollfrjálst getum við flutt út einnig án tolla. Því opnast mikil tækifæri fyrir íslenska framleiðendur á alls kyns matvælum, svo sem svínakjöti, sælgæti og öðru. Einnig felur þessi samningur í sér að við stækkum tollkvóta á kjöti og ostum gríðarlega,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmadastjóri Félags atvinnurekendaTollur á franskar kartöflur lækkar um 40 prósent og ís lækkar úr 30 prósentum niður átján. Einnig lækkar svokallaður magntollur, sem er greiddur á hvert kíló af ís, úr 110 krónum í 66. Mesta lækkun á vörum mun vera á mikið unninni matvöru, svo sem kexi, pitsum, pasta, súkkulaði og þess lags vörum. Einnig hafa tollkvótar verið rýmkaðir nokkuð á landbúnaðarafurðir og verða þeir rýmkaðir í þrepum allt til ársins 2020. Gert er ráð fyrir að rýmka kvóta á innflutt nautakjöt um nærri 700 prósent frá því sem nú er og svínakjötstolla um 250 prósent. Innflutningstollar á alifugla fimmfaldast á næstu fimm árum.Finnur Árnason, forstjóri HagaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fagnar afnámi tolla á ýmsar vörutegundir. „Almennt talað eru beinar tollalækkanir eða afnám tolla hagstæðari fyrir neytendur en skömmtunarkerfi á borð við tollfrjálsa innflutningskvóta. Þegar almennir tollar eru lækkaðir eða afnumdir geta neytendur gengið að því vísu að það kemur fram í vöruverðinu. Það ber því að fagna því að afnumdir eru tollar á unnum vörum eins og pitsum, bökum, pasta og bökunarvörum, villibráð og fleiru slíku,“ segir Ólafur en bendir á að kvótaumhverfið standi enn heilbrigðri samkeppni aðila fyrir þrifum. „Þótt tollkvótarnir stækki myndarlega til ársins 2020 eru þeir samt áfram tiltölulega lágt hlutfall innanlandsneyslu eins og hún var á árunum 2011-2013. Árið 2020 verða þessi hlutföll væntanlega lægri af því að innanlandsneyslan fer hraðvaxandi, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna. Þetta er gríðarlega jákvætt skref, en hvað kjötið og ostana varðar er íslenskur landbúnaður samt bara að fá mjög takmarkaða samkeppni.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, fagnar þessum samningum stjórnvalda. „Þetta eru almennt frábærar fréttir fyrir neytendur og þessu framtaki stjórnvalda ber að fagna. Það er ekki spurning. Við hefðum þó viljað sjá stærri skref tekin en þetta skref er þó í rétta átt og sem fyrsta skref getum við ekki annað en verið sáttir. Þetta er ein mesta kjarabót fyrir landsmenn sem við finnum því af þessu hlýst tvöfaldur ávinningur. Bæði mun nauðsynjavara lækka í verði sem og að margar af þessum vörum eru inni í vísitölu neysluverðs og lækkun þar mun hafa áhrif á lán landsmanna.“ Tengdar fréttir Bændasamtökin: Tollasamningur við ESB kemur harðast niður á svína- og kjúklingabændum Formaður Bændasamtakanna segir að samkeppnisstaða bænda muni í sumum tilvikum versna vegna nýs tollasamnings við ESB. 18. september 2015 20:26 „Engin spurning að verslunin lækkar verð eftir tollasamning við ESB“ Tollar á unnar landbúnaðarvörur munu falla niður að jógúrti undanskildu. 18. september 2015 07:00 Tollabreytingar risaskref fyrir neytendur Kjúklingakjöt og ostar eru meðal þeirra vöruflokka sem ættu að lækka í verði í kjölfar nýs tollasamnings við Evrópusambandið sem skrifað var undir í gærkvöldi. 18. september 2015 19:45 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Samningur íslenska stjórnvalda og Evrópusambandsins opnar fyrir tollfrjálsan innflutning á alls kyns villibráð. Innflutt hreindýrakjöt, dádýrskjöt, rjúpur, dúfur, fasanar og önnur villibráð verður því tollfrjáls varningur með öllu. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu, segir þennan samning hafa bæði jákvæð áhrif á neytendur á Íslandi sem og útflytjendur íslenskra landbúnaðarafurða. „Það sem við fáum út úr þessum samningum er að þeir eru algjörlega gagnkvæmir. Allt sem við megum flytja inn tollfrjálst getum við flutt út einnig án tolla. Því opnast mikil tækifæri fyrir íslenska framleiðendur á alls kyns matvælum, svo sem svínakjöti, sælgæti og öðru. Einnig felur þessi samningur í sér að við stækkum tollkvóta á kjöti og ostum gríðarlega,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmadastjóri Félags atvinnurekendaTollur á franskar kartöflur lækkar um 40 prósent og ís lækkar úr 30 prósentum niður átján. Einnig lækkar svokallaður magntollur, sem er greiddur á hvert kíló af ís, úr 110 krónum í 66. Mesta lækkun á vörum mun vera á mikið unninni matvöru, svo sem kexi, pitsum, pasta, súkkulaði og þess lags vörum. Einnig hafa tollkvótar verið rýmkaðir nokkuð á landbúnaðarafurðir og verða þeir rýmkaðir í þrepum allt til ársins 2020. Gert er ráð fyrir að rýmka kvóta á innflutt nautakjöt um nærri 700 prósent frá því sem nú er og svínakjötstolla um 250 prósent. Innflutningstollar á alifugla fimmfaldast á næstu fimm árum.Finnur Árnason, forstjóri HagaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fagnar afnámi tolla á ýmsar vörutegundir. „Almennt talað eru beinar tollalækkanir eða afnám tolla hagstæðari fyrir neytendur en skömmtunarkerfi á borð við tollfrjálsa innflutningskvóta. Þegar almennir tollar eru lækkaðir eða afnumdir geta neytendur gengið að því vísu að það kemur fram í vöruverðinu. Það ber því að fagna því að afnumdir eru tollar á unnum vörum eins og pitsum, bökum, pasta og bökunarvörum, villibráð og fleiru slíku,“ segir Ólafur en bendir á að kvótaumhverfið standi enn heilbrigðri samkeppni aðila fyrir þrifum. „Þótt tollkvótarnir stækki myndarlega til ársins 2020 eru þeir samt áfram tiltölulega lágt hlutfall innanlandsneyslu eins og hún var á árunum 2011-2013. Árið 2020 verða þessi hlutföll væntanlega lægri af því að innanlandsneyslan fer hraðvaxandi, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna. Þetta er gríðarlega jákvætt skref, en hvað kjötið og ostana varðar er íslenskur landbúnaður samt bara að fá mjög takmarkaða samkeppni.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, fagnar þessum samningum stjórnvalda. „Þetta eru almennt frábærar fréttir fyrir neytendur og þessu framtaki stjórnvalda ber að fagna. Það er ekki spurning. Við hefðum þó viljað sjá stærri skref tekin en þetta skref er þó í rétta átt og sem fyrsta skref getum við ekki annað en verið sáttir. Þetta er ein mesta kjarabót fyrir landsmenn sem við finnum því af þessu hlýst tvöfaldur ávinningur. Bæði mun nauðsynjavara lækka í verði sem og að margar af þessum vörum eru inni í vísitölu neysluverðs og lækkun þar mun hafa áhrif á lán landsmanna.“
Tengdar fréttir Bændasamtökin: Tollasamningur við ESB kemur harðast niður á svína- og kjúklingabændum Formaður Bændasamtakanna segir að samkeppnisstaða bænda muni í sumum tilvikum versna vegna nýs tollasamnings við ESB. 18. september 2015 20:26 „Engin spurning að verslunin lækkar verð eftir tollasamning við ESB“ Tollar á unnar landbúnaðarvörur munu falla niður að jógúrti undanskildu. 18. september 2015 07:00 Tollabreytingar risaskref fyrir neytendur Kjúklingakjöt og ostar eru meðal þeirra vöruflokka sem ættu að lækka í verði í kjölfar nýs tollasamnings við Evrópusambandið sem skrifað var undir í gærkvöldi. 18. september 2015 19:45 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Bændasamtökin: Tollasamningur við ESB kemur harðast niður á svína- og kjúklingabændum Formaður Bændasamtakanna segir að samkeppnisstaða bænda muni í sumum tilvikum versna vegna nýs tollasamnings við ESB. 18. september 2015 20:26
„Engin spurning að verslunin lækkar verð eftir tollasamning við ESB“ Tollar á unnar landbúnaðarvörur munu falla niður að jógúrti undanskildu. 18. september 2015 07:00
Tollabreytingar risaskref fyrir neytendur Kjúklingakjöt og ostar eru meðal þeirra vöruflokka sem ættu að lækka í verði í kjölfar nýs tollasamnings við Evrópusambandið sem skrifað var undir í gærkvöldi. 18. september 2015 19:45