Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn telja bæjaryfirvöld hafa brotið á friðhelgi einkalífs með skoðun á símnotkun. Fréttablaðið/GVA „Mönnum er auðvitað brugðið,“ segir Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, um símtalamálið á bæjarskrifstofunum. Fram hefur komið að Hafnarfjarðarbær fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl úr númerum sem tengjast bænum fyrir sex klukkustunda tímabil 14. nóvember í fyrra. Ætlunin var að komast að því hvort og þá hver hefði boðað starfsmann hafnarstjórnar á fund í ráðhúsinu. Þrír bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. „Þetta snýr að öllum stofnunum bæjarins. Þessi gjörningur kemur náttúrlega svolítið flatt upp á menn þannig að þeir vita eiginlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga,“ segir Karl. Aðspurður kveðst Karl ekki telja að bæjarstarfsmenn hafi vitað að þeir hafi mátt eiga von á að símnotkun þeirra yrði skoðuð af bæjaryfirvöldum. Á innri vef bæjarins séu upplýsingar um reglur varðandi tölvupóstsnotkun þar sem fram kemur að bærinn megi skoða tölvupóst starfsmanna í afmörkuðum tilfellum. Hins vegar sé þar ekkert varðandi símtöl. „Þetta er bara algjörlega nýtt,“ segir hann. „Það sem við og aðrir bíðum eftir er úrskurður Persónuverndar. Boltinn er eiginlega þar.“ Þá segir Karl að enginn bæjarstarfsmaður hafi snúið sér formlega til starfsmannafélagsins og beðið það að beita sér í málinu. „En ég veit að þetta er rætt í bæjarkerfinu. Við viljum bara taka næstu skref þegar viðbrögð Persónuverndar liggja fyrir og verðum þá að sjálfsögðu í sambandi við okkar lögfræðinga. En við erum ekki komin þangað.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefði á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag sagst sjálfur hafa skoðað símagögnin. Mátti ráða þetta af ræðu bæjarstjórans þegar hann las upp úr tölvupósti sem hann kvaðst hafa sent sem svar til bæjarfulltrúanna þriggja sem kvörtuðu til Persónuverndar. Hið rétta er að bæjarstjórinn var þá að vitna til orða undirmanns síns. Haraldur undirstrikaði það síðar á fundinum til að fyrirbyggja misskilning en það fór fram hjá blaðamanni. Í ljósi þessa máls óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum frá fjórum stærstu símafyrirtækjunum varðandi aðgang vinnuveitenda að símatalanotkun starfsmanna. Síminn, Tal/365 og Vodafone segja að sá sem sé áskrifandi að númerinu eigi rétt á þeim upplýsingum. Þannig að sé vinnuveitandi rétthafi númersins fær það upplýsingarnar. Í svari Nova segir hins vegar að fyrirtæki geti aðeins fengið upplýsingar um kostnað en ekki sundurliðun á notkuninni. „Samkvæmt reglum Persónuverndar um rafræna vöktun þá ber fyrirtækinu að tilkynna starfsmanni fyrirfram um að það kunni að fylgjast með símanotkun áður en honum er afhent viðkomandi númer,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í svari sínu. Þá voru fyrirtækin spurð hvort það sama ætti við um netnotkun starfsmanna sem væru með net frá vinnuveitanda. Svarið var samhljóða að einungis væru veittar upplýsingar um gagnamagnið en ekki hvaðan gögnin eru sótt. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
„Mönnum er auðvitað brugðið,“ segir Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, um símtalamálið á bæjarskrifstofunum. Fram hefur komið að Hafnarfjarðarbær fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl úr númerum sem tengjast bænum fyrir sex klukkustunda tímabil 14. nóvember í fyrra. Ætlunin var að komast að því hvort og þá hver hefði boðað starfsmann hafnarstjórnar á fund í ráðhúsinu. Þrír bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. „Þetta snýr að öllum stofnunum bæjarins. Þessi gjörningur kemur náttúrlega svolítið flatt upp á menn þannig að þeir vita eiginlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga,“ segir Karl. Aðspurður kveðst Karl ekki telja að bæjarstarfsmenn hafi vitað að þeir hafi mátt eiga von á að símnotkun þeirra yrði skoðuð af bæjaryfirvöldum. Á innri vef bæjarins séu upplýsingar um reglur varðandi tölvupóstsnotkun þar sem fram kemur að bærinn megi skoða tölvupóst starfsmanna í afmörkuðum tilfellum. Hins vegar sé þar ekkert varðandi símtöl. „Þetta er bara algjörlega nýtt,“ segir hann. „Það sem við og aðrir bíðum eftir er úrskurður Persónuverndar. Boltinn er eiginlega þar.“ Þá segir Karl að enginn bæjarstarfsmaður hafi snúið sér formlega til starfsmannafélagsins og beðið það að beita sér í málinu. „En ég veit að þetta er rætt í bæjarkerfinu. Við viljum bara taka næstu skref þegar viðbrögð Persónuverndar liggja fyrir og verðum þá að sjálfsögðu í sambandi við okkar lögfræðinga. En við erum ekki komin þangað.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefði á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag sagst sjálfur hafa skoðað símagögnin. Mátti ráða þetta af ræðu bæjarstjórans þegar hann las upp úr tölvupósti sem hann kvaðst hafa sent sem svar til bæjarfulltrúanna þriggja sem kvörtuðu til Persónuverndar. Hið rétta er að bæjarstjórinn var þá að vitna til orða undirmanns síns. Haraldur undirstrikaði það síðar á fundinum til að fyrirbyggja misskilning en það fór fram hjá blaðamanni. Í ljósi þessa máls óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum frá fjórum stærstu símafyrirtækjunum varðandi aðgang vinnuveitenda að símatalanotkun starfsmanna. Síminn, Tal/365 og Vodafone segja að sá sem sé áskrifandi að númerinu eigi rétt á þeim upplýsingum. Þannig að sé vinnuveitandi rétthafi númersins fær það upplýsingarnar. Í svari Nova segir hins vegar að fyrirtæki geti aðeins fengið upplýsingar um kostnað en ekki sundurliðun á notkuninni. „Samkvæmt reglum Persónuverndar um rafræna vöktun þá ber fyrirtækinu að tilkynna starfsmanni fyrirfram um að það kunni að fylgjast með símanotkun áður en honum er afhent viðkomandi númer,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í svari sínu. Þá voru fyrirtækin spurð hvort það sama ætti við um netnotkun starfsmanna sem væru með net frá vinnuveitanda. Svarið var samhljóða að einungis væru veittar upplýsingar um gagnamagnið en ekki hvaðan gögnin eru sótt.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira