Enski boltinn

Willian og Pedro missa af leiknum gegn Arsenal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Willian var öflugur þær mínútur sem hann lék í gær en hér krækir hann í víti.
Willian var öflugur þær mínútur sem hann lék í gær en hér krækir hann í víti. Vísir/getty
Pedro og Willian munu missa af stórleik helgarinnar þegar Chelsea tekur á móti erkifjendum sínum í Arsenal um helgina í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea hefur farið hægt af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur aðeins krækt í fjögur stig í fyrstu fimm leikjunum og hefur þegar tapað þremur leikjum á tímabilinu, jafn mörgum og allt síðasta tímabil.

Pedro sem gekk nýverið til liðs við ensku meistarana frá Barcelona missti af leik Chelsea og Maccabi Tel-Aviv í gær en Willian fór meiddur af velli í gær. Munu þeir báðir missa af leiknum gegn Arsenal um helgina.

Petr Cech snýr aftur á brúnna í fyrsta sinn sem leikmaður Arsenal um helgina eftir ellefu ár í herbúðum Chelsea. Lék hann alls 486 leiki fyrir hönd Chelsea á sínum tíma.

Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD en flautað verður til leiks 11:45 á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×