Enski boltinn

Schweinsteiger útilokar ekki að snúa aftur til Bayern

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Schweinsteiger fagnar titlinum á Marienplatz-torginu í Munchen.
Schweinsteiger fagnar titlinum á Marienplatz-torginu í Munchen. Vísir/getty
Bastian Schweinsteiger segist ekki útiloka það að hann muni einn daginn snúa aftur til Bayern Munchen eftir að hafa gengið til liðs við Manchester United frá þýsku meisturunum í sumar.

Schweinsteiger lék í sautján ár í herbúðum Bayern Munchen og var í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins en hann gekk til liðs við enska félagið þann 11. júlí.

Schweinsteiger sér eftir því að hafa ekki kvatt stuðningsmenn liðsins á réttan hátt en hann gekk til liðs við enska félagið á degi sem árleg hátíð leikmanna og stuðningsmannana er haldin.

„Ég vildi kveðja stuðningsmennina á réttan hátt. Ég vildi ekki mæta brosandi í Bayern-treyjunni og fara frá félaginu stuttu síðar án þess að útskýra. Ég gat ekki gert stuðningsmönnum liðsins sem ég átti í frábæru sambandi við,“ sagði Schweinsteiger sem útilokaði ekkert þegar hann var spurður hvort hann myndi snúa aftur til Bayern.

„Maður veit aldrei, kannski mun sá dagur koma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×