Innlent

Framvísaði fölsuðu vegabréfi og fær mánuð í fangelsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miklar breytingar hafa verið gerðar á flugstöðinni undanfarnar vikur.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á flugstöðinni undanfarnar vikur. Vísir/Stefán
24 ára gamall karlmaður frá Sómalíu hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsku vegabréfi í flugi Icelandair til Kanada mánudaginn 20. júlí. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og koma þeir dagar til frádráttar fangelsisvistinni.

Maðurinn framvísaði sænsku vegabréfi i vegabréfaskoðun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann játaði brot sitt skýlaust. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Sendir úr landi án fyrirvara

Sérstök flugvél var leigð af ríkislögreglustjóra til að flytja sjö hælisleitendur úr landi á miðvikudagskvöld. Á meðal þeirra var fjölskylda, foreldrar og barn. Stór hópur íslenskra lögreglumanna fylgdi hælisleitendunum út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×