Lestu bréfið: Jónas Hallgrímsson fékk hálfa ölmusu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2015 12:51 Jónas Hallgrímsson prýrðir sem kunnugt er tíu þúsund króna seðilinn. Vísir/GVA Rannveig Jónsdóttir, móðir Jónasar Hallgrímssonar, sótti um ölmusu fyrir son sinn sumarið 1823. Hlaut Jónas námsstyrk til náms við Bessastaðaskóla sem var eini framhaldsskóli landsins á þeim tíma. Þar voru jafnan á bilinu fjörutíu til sextíu nemendur. Þjóðskjalasafn Íslands birtir á Facebook-síðu sinni í dag bréf frá móður Jónasar þar sem óskað er eftir 40 ríkisdölum árlega. Sótt var um til biskups og veitti hann Jónasi hálfa ölmusu eða 20 ríkisdali. Jónas, sem fæddist árið 1807, stundaði nám við skólann árin 1823-1829. Hann lést í Kaupmannahöfn árið 1845. Bréfið má sjá hér að neðanHáeðla og háæruverðugi herra biskupÞar sem kóngleg náð hefur veitt gáfuðum, fátækum piltum gefins uppeldi eður ölmusu við latínuskólann á Bessastöðum til að framast til mennta og menningar föðurlandinu til nytsemdar, þá bið ég sem fátæk prestsekkja auðmjúkast yðar háæruverðugheit að sonur minn, Jónas Hallgrímsson 16 ára gamall, að annarra sögn (sem honum hafa kennt nokkuð) gætinn og gáfaður unglingur, mætti fyrir yðar manngæsku, samt fulltingi, verða inntekinn á heila eða hálfa ölmusu á Bessastöðum næstkomandi haust, þar efni mín leyfa mér ekki að geta haldið honum til lærdómsiðkana, en þykir ísjárvert að hann fátæktar vegna þurfi að hætta við svo búið, mætti ég dirfast til að biðja yðar háæruverðugheit um andsvar hvort ég kunni bænheyrð að verða eður ei.Í stærstu undirgefni, Steinstöðum, þann 2. júlí 1823Rannveig JónsdóttirSkólaölmusa fyrir Jónas HallgrímssonBessastaðaskóli (1805-1846) var eini framhaldsskóli landsins á sinni tíð. Þar voru...Posted by Þjóðskjalasafn Íslands on Monday, July 6, 2015 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Rannveig Jónsdóttir, móðir Jónasar Hallgrímssonar, sótti um ölmusu fyrir son sinn sumarið 1823. Hlaut Jónas námsstyrk til náms við Bessastaðaskóla sem var eini framhaldsskóli landsins á þeim tíma. Þar voru jafnan á bilinu fjörutíu til sextíu nemendur. Þjóðskjalasafn Íslands birtir á Facebook-síðu sinni í dag bréf frá móður Jónasar þar sem óskað er eftir 40 ríkisdölum árlega. Sótt var um til biskups og veitti hann Jónasi hálfa ölmusu eða 20 ríkisdali. Jónas, sem fæddist árið 1807, stundaði nám við skólann árin 1823-1829. Hann lést í Kaupmannahöfn árið 1845. Bréfið má sjá hér að neðanHáeðla og háæruverðugi herra biskupÞar sem kóngleg náð hefur veitt gáfuðum, fátækum piltum gefins uppeldi eður ölmusu við latínuskólann á Bessastöðum til að framast til mennta og menningar föðurlandinu til nytsemdar, þá bið ég sem fátæk prestsekkja auðmjúkast yðar háæruverðugheit að sonur minn, Jónas Hallgrímsson 16 ára gamall, að annarra sögn (sem honum hafa kennt nokkuð) gætinn og gáfaður unglingur, mætti fyrir yðar manngæsku, samt fulltingi, verða inntekinn á heila eða hálfa ölmusu á Bessastöðum næstkomandi haust, þar efni mín leyfa mér ekki að geta haldið honum til lærdómsiðkana, en þykir ísjárvert að hann fátæktar vegna þurfi að hætta við svo búið, mætti ég dirfast til að biðja yðar háæruverðugheit um andsvar hvort ég kunni bænheyrð að verða eður ei.Í stærstu undirgefni, Steinstöðum, þann 2. júlí 1823Rannveig JónsdóttirSkólaölmusa fyrir Jónas HallgrímssonBessastaðaskóli (1805-1846) var eini framhaldsskóli landsins á sinni tíð. Þar voru...Posted by Þjóðskjalasafn Íslands on Monday, July 6, 2015
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira