Íslenskur pönkari kominn hálfa leið í borgarstjórn Oslóborgar Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2015 10:35 Jón Júlíus segir að kosningabaráttan hafi verið skemmtileg en hann er kominn með annan fótinn inn í borgarstjórn Osló-borgar. CF-Wesenberg Á föstudag kemur í ljós hvort Jón Júlíus Sandal verði kominn í borgarstjórn í Osló, eða ekki. „Já, eða á varamannabekkinn, en er líklega inni í bæjarhlutastjórn þar sem ég hef átt sæti síðust fjögur árin. De Grönne fimmfaldaði fylgi sitt í Osló og er núna þriðji stærsti flokkurinn í Oslo,“ segir Jón Júlíus í samtali við Vísi. Þessi tíðindi koma þeim sem þekkja til ferlis Jóns Júlíusar, sem á tímum Sogbletta gekk undir nafninu Jón kvefpest, á óvart; fátt eitt benti til þess að hann yrði virðulegur norskur stjórnmálamaður fyrir um rúmum tveimur áratugum þegar hann fór mikinn með grjóthörðum íslenskum pönksveitum á borð við Dýrið gengur laust og Sogblettum; hljómsveitum sem heldur betur tókst að hrista vel upp í mannskapnum. Og gott betur. Dýrið gengur laust gerði reyndar allt vitlaust með hispurslausum textum um til dæmis Bubba Morthens sem sagður er „hommalegur“ í laginu BD Diskó og Dauðametall og var það lag bannað á öllum útvarpsstöðvum, sökum afdráttarlausra yfirlýsinga. En, enginn veit sína ævina.Hljómsveitinni Dýrið gengur laust tókst að hrista rækilega uppí mannskapnum á sínum tíma.Jón Júlíus féllst góðfúslega á að veita Vísi viðtal, en benti á þennan fyrirvara að ekki væri alveg á hreinu enn hvort hann væri inni í borgarstjórn eða ekki, vegna þess að ekki er enn búið að telja persónuatkvæði í norsku sveitarstjórnarkosningunum. En þetta liggur fyrir seinna í þessari viku. Vísir mun fylgjast með. Jón Júlíus er í framboði fyrir Miljøpartiet De Grønne; hina norsku græningja.Skemmtileg kosningabarátta„Það hefur verið mjög gaman að vera í þessari kosningabaráttu, fyrir pínkulítinn flokk sem mörgum þótti dálítið skrítinn af því við viljum hætta að bora eftir olíu, byggja færri vegi og keyra færri bíla, meðal annars, og sem á nokkrum mánuðum margfaldaði fylgi sitt, um allan Noreg.“En, hvernig vildi það til að íslenskur pönkari þvældist inní norsk stjórnmál? „Það var algjör tilviljun. Ég byrjaði fyrir nokkrum árum þegar pólitíkusarnir í bæjarhlutastjórn þar sem ég bý lögðu niður náttúruleikskólann sem börnin mín voru í. Við foreldrar mótmæltum þessu en fyrir daufum eyrum bæjahlutastjórnar. Ég ákvað þá að fara í framboð í 2011 og berjast fyrir málefnum barna og unglinga í bæjarhlutanum mínum.“ Jón Júlíus er nú 46 ára, fjögurra barna faðir, afi og leikskólakennari. Hann hefur nú búið í Noregi í ein tuttugu ár. Helstu baráttumál hans sem stjórnmálamanns eru þau sem áður eru nefnd: Málefni barna og unglinga. „Já, meðal annars að sjá til þess að ekki verði lagðir niður frístundaklúbbar fyrir unglinga, styrkja stöðu leikskólanna, innflytjenda, umhverfismál og menningarsvið.“Gamlir íslenskir pönkarar í framboðiOkkar maður í norsku pólitíkinni segist aðspurður ekki hafa tekið þátt í stjórnmálum á Íslandi á sínum tíma. „Nei, aldrei. Man eftir því að hafa kosið Kvennalistann í einhverjum kosningum, en hafði annars aldrei áhuga á pólitík á mínum yngri árum.“ Þó má kannski segja að pönkið hafi verið pólitísk. Jón Júlíus á feril þar að baki. Og var reyndar nokkuð umdeildur sem slíkur, ef rétt er munað. Er það reynsla sem þú getur tekið með þér í norska pólitík?„Nei. Pass.“ En, þó Jón Júlíus hafi ekki reynslu af íslenskri pólitík, þá má kannski spyrja þig hvort hann sjái einhvern mun íslenskri pólitík og norskri? „Bara þekki það ekki nógu vel, enn leiðin úr pönki í pólitík virðist jafn sjálfsögð á Íslandi sem í Noregi. Við vorum tveir gamlir pönkarar í framboði til borgarstjórnar fyrir græningjaflokkinn.“Jón Júlíus segir að Íslendingar séu nú orðnir miklum mun meira áberandi í Noregi en verið hefur.CF-WesenbergÍslendingar áberandi í NoregiÍslendingar eru með afbrigðum sjálfhverfir, eins og þekkt er, og því verður að spyrja: Veit Jón Júlíus til þess að fleiri Íslendingar séu að gera sig gildandi á hinum pólitíska vettvangi þarna úti í Noregi? Og, jú... það kemur á daginn að svo er. Jón Júlíus nefnir eina sem heitir Þorbjörg Ísafold Kristjánsdóttir og er í framboði í Vestur-Noregi, fyrir græningjana. Og annar, Skafti Helgason, er í framboði fyrir norska Sósíalistaflokkinn, eða Vinstri græna. Þetta er auðvitað ekki marktækt úrtak, en svo virðist, miðað við þetta, sem heldur séu það vinstri sinnaðir Íslendingar sem taka þátt í Norskri pólitík en þeir sem eru til hægri. Og kannski fremur vinstri sinnað fólk sem hefur flutt til Noregs að undanförnu. Jón Júlíus segist verða mikið var við Íslendinga í Noregi og miklu meira nú en fyrir tuttugu árum þegar hann flutti sjálfur. „Já, ég heyri af fleiri Íslendingum enn áður og ýmsir vinir og kunningjar hafa flutt hingað síðustu árin vegna atvinnu, enda einfalt að fá vinnu og ágæt laun hérna.“Kom til Noregs sem farangur konu sinnarSjálfur segist Jón Júlíus hafa komið til Noregs sem farangur konu sinnar sem er norsk en var í námi á Íslandi. Og þau eru ekkert á leið til baka. „Nei, við fjölskyldan sem er norsk höfum fest rætur hérna í Osló.“ Jón Júlíus hefur ekkert ekkert fengist við tónlist úti í Noregi. „Nei, en strákarnir mínir þrír eru allir á fullu í tónlistinni. Sá elsti á Íslandi (Pink Steet Boys) og þeir tveir yngstu í þungarokkinu og svo spila þeir í skólalúðrasveit.“ Jón Júlíus fylgist með íslenskri tónlist, svona með öðru eyranu. „Mér þykir ýmisleg ágætt koma frá Íslandi, þykir til dæmis Sólstafir vera fínir og þeir hafa verið duglegir við að spila í Osló. Svo er alltaf gaman af þessum gömlu góðu snillingum, Gjöll, Reptilicus, Saktmóðigur, Jóhanni Jóhannssyni og fleirum.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Á föstudag kemur í ljós hvort Jón Júlíus Sandal verði kominn í borgarstjórn í Osló, eða ekki. „Já, eða á varamannabekkinn, en er líklega inni í bæjarhlutastjórn þar sem ég hef átt sæti síðust fjögur árin. De Grönne fimmfaldaði fylgi sitt í Osló og er núna þriðji stærsti flokkurinn í Oslo,“ segir Jón Júlíus í samtali við Vísi. Þessi tíðindi koma þeim sem þekkja til ferlis Jóns Júlíusar, sem á tímum Sogbletta gekk undir nafninu Jón kvefpest, á óvart; fátt eitt benti til þess að hann yrði virðulegur norskur stjórnmálamaður fyrir um rúmum tveimur áratugum þegar hann fór mikinn með grjóthörðum íslenskum pönksveitum á borð við Dýrið gengur laust og Sogblettum; hljómsveitum sem heldur betur tókst að hrista vel upp í mannskapnum. Og gott betur. Dýrið gengur laust gerði reyndar allt vitlaust með hispurslausum textum um til dæmis Bubba Morthens sem sagður er „hommalegur“ í laginu BD Diskó og Dauðametall og var það lag bannað á öllum útvarpsstöðvum, sökum afdráttarlausra yfirlýsinga. En, enginn veit sína ævina.Hljómsveitinni Dýrið gengur laust tókst að hrista rækilega uppí mannskapnum á sínum tíma.Jón Júlíus féllst góðfúslega á að veita Vísi viðtal, en benti á þennan fyrirvara að ekki væri alveg á hreinu enn hvort hann væri inni í borgarstjórn eða ekki, vegna þess að ekki er enn búið að telja persónuatkvæði í norsku sveitarstjórnarkosningunum. En þetta liggur fyrir seinna í þessari viku. Vísir mun fylgjast með. Jón Júlíus er í framboði fyrir Miljøpartiet De Grønne; hina norsku græningja.Skemmtileg kosningabarátta„Það hefur verið mjög gaman að vera í þessari kosningabaráttu, fyrir pínkulítinn flokk sem mörgum þótti dálítið skrítinn af því við viljum hætta að bora eftir olíu, byggja færri vegi og keyra færri bíla, meðal annars, og sem á nokkrum mánuðum margfaldaði fylgi sitt, um allan Noreg.“En, hvernig vildi það til að íslenskur pönkari þvældist inní norsk stjórnmál? „Það var algjör tilviljun. Ég byrjaði fyrir nokkrum árum þegar pólitíkusarnir í bæjarhlutastjórn þar sem ég bý lögðu niður náttúruleikskólann sem börnin mín voru í. Við foreldrar mótmæltum þessu en fyrir daufum eyrum bæjahlutastjórnar. Ég ákvað þá að fara í framboð í 2011 og berjast fyrir málefnum barna og unglinga í bæjarhlutanum mínum.“ Jón Júlíus er nú 46 ára, fjögurra barna faðir, afi og leikskólakennari. Hann hefur nú búið í Noregi í ein tuttugu ár. Helstu baráttumál hans sem stjórnmálamanns eru þau sem áður eru nefnd: Málefni barna og unglinga. „Já, meðal annars að sjá til þess að ekki verði lagðir niður frístundaklúbbar fyrir unglinga, styrkja stöðu leikskólanna, innflytjenda, umhverfismál og menningarsvið.“Gamlir íslenskir pönkarar í framboðiOkkar maður í norsku pólitíkinni segist aðspurður ekki hafa tekið þátt í stjórnmálum á Íslandi á sínum tíma. „Nei, aldrei. Man eftir því að hafa kosið Kvennalistann í einhverjum kosningum, en hafði annars aldrei áhuga á pólitík á mínum yngri árum.“ Þó má kannski segja að pönkið hafi verið pólitísk. Jón Júlíus á feril þar að baki. Og var reyndar nokkuð umdeildur sem slíkur, ef rétt er munað. Er það reynsla sem þú getur tekið með þér í norska pólitík?„Nei. Pass.“ En, þó Jón Júlíus hafi ekki reynslu af íslenskri pólitík, þá má kannski spyrja þig hvort hann sjái einhvern mun íslenskri pólitík og norskri? „Bara þekki það ekki nógu vel, enn leiðin úr pönki í pólitík virðist jafn sjálfsögð á Íslandi sem í Noregi. Við vorum tveir gamlir pönkarar í framboði til borgarstjórnar fyrir græningjaflokkinn.“Jón Júlíus segir að Íslendingar séu nú orðnir miklum mun meira áberandi í Noregi en verið hefur.CF-WesenbergÍslendingar áberandi í NoregiÍslendingar eru með afbrigðum sjálfhverfir, eins og þekkt er, og því verður að spyrja: Veit Jón Júlíus til þess að fleiri Íslendingar séu að gera sig gildandi á hinum pólitíska vettvangi þarna úti í Noregi? Og, jú... það kemur á daginn að svo er. Jón Júlíus nefnir eina sem heitir Þorbjörg Ísafold Kristjánsdóttir og er í framboði í Vestur-Noregi, fyrir græningjana. Og annar, Skafti Helgason, er í framboði fyrir norska Sósíalistaflokkinn, eða Vinstri græna. Þetta er auðvitað ekki marktækt úrtak, en svo virðist, miðað við þetta, sem heldur séu það vinstri sinnaðir Íslendingar sem taka þátt í Norskri pólitík en þeir sem eru til hægri. Og kannski fremur vinstri sinnað fólk sem hefur flutt til Noregs að undanförnu. Jón Júlíus segist verða mikið var við Íslendinga í Noregi og miklu meira nú en fyrir tuttugu árum þegar hann flutti sjálfur. „Já, ég heyri af fleiri Íslendingum enn áður og ýmsir vinir og kunningjar hafa flutt hingað síðustu árin vegna atvinnu, enda einfalt að fá vinnu og ágæt laun hérna.“Kom til Noregs sem farangur konu sinnarSjálfur segist Jón Júlíus hafa komið til Noregs sem farangur konu sinnar sem er norsk en var í námi á Íslandi. Og þau eru ekkert á leið til baka. „Nei, við fjölskyldan sem er norsk höfum fest rætur hérna í Osló.“ Jón Júlíus hefur ekkert ekkert fengist við tónlist úti í Noregi. „Nei, en strákarnir mínir þrír eru allir á fullu í tónlistinni. Sá elsti á Íslandi (Pink Steet Boys) og þeir tveir yngstu í þungarokkinu og svo spila þeir í skólalúðrasveit.“ Jón Júlíus fylgist með íslenskri tónlist, svona með öðru eyranu. „Mér þykir ýmisleg ágætt koma frá Íslandi, þykir til dæmis Sólstafir vera fínir og þeir hafa verið duglegir við að spila í Osló. Svo er alltaf gaman af þessum gömlu góðu snillingum, Gjöll, Reptilicus, Saktmóðigur, Jóhanni Jóhannssyni og fleirum.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira