Innlent

Áhöfnin og fjölskylda taka þátt í leitinni að Benjamín

Gissur Sigurðsson skrifar
Benjamín er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu Siem Pilot.
Benjamín er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu Siem Pilot. VÍSIR/EPA
Leit er haldið áfram að tuttugu og þriggja ára Íslendingi sem saknað er á Sikiley síðan aðfararnótt mánudags. Engar vísbendingar hafa borist um afdrif hans. 

Ítalska lögreglan og norskir rannsóknalögreglumenn og fleiri leita áfram að manninum, sem heitir Benjamín Ólafsson, búsettur í Haugasundi í Noregi og var í áhöfn norska björgunarskipsins Siem Pilot, sem er í höfn í Catania á Sikiley. Skipið er á vegum Frontex, landamæravörslu Evrópusambndsins.

Benjamín fór frá borði klukkan hálf fjögur, aðfararnótt mánudags, og hefur ekkert til hans spurst síðan. Foreldrar hans eru komnir til Sikileyjar og hefur Rut Magnúsdóttir, frænka hans, eftir þeim laust fyrir hádegi, að ekkert nýtt sé að frétta af málinu, nema að leit verði haldið áfram.

Brottför skipsins hefur verið frestað og tekur áhöfnin meðal annara þátt í henni. Ekki er vitað hvert hann ætlaði, þegar hann yfirgaf skipið.

Ítalska lögreglan segir alla möguleika til skoðunar og útilokar því ekki að hvarf hans hafi ef til vill borið að með saknæmum hætti. Áhöfn skipsins hefur bjargað fjölda flóttamanna úr lífsháska á Miðjarðarhafinu það sem af er árinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×