Er ekki að læra norsku til að flýja land Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2015 11:50 Renaissance-maðurinn Ásmundur býr yfir mikilli orku og fjölmörgum hæfileikum. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi, er maður ekki einhamur. Í gær greindi Vísir frá því að hann hafi verið kominn út fyrir allar aldir og hófst þegar handa við að draga fasta bíla lausa, á leið sinni á þingið. „Já, ég er mikill morgunmaður. Og vakna uppúr fimm á morgnana,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Og morgunstund gefur gull í mund því eins og lesandinn mun komast að, þá er Ásmundur bókstaflega út um allt. Á þinginu gekk á ýmsu, Ásmundur lét til sín taka í pontu og talaði um hættuna sem steðjar að þjóðum Evrópu vegna öfgamanna og öfgahópa hverskonar, en hann hefur einmitt vakið athygli fyrir skoðanir sínar í þeim efnum, einnig um almenningssamgöngur en Ásmundur steingleymdi því að hann átti að flytja framsögu um jöfnunargjald á raforku. Hann var kominn niðrí bílakjallara en tók á sprett í pontu, var þar löðursveittur og áttaði sig þá á að hann var ekki með nefndarálitið.Löðursveittur í pontunni„Já, ég gleymdi þessu því ég var að fara í Málaskólann Mími þar sem ég er að læra norsku. Og var orðinn seinn,“ segir Ásmundur en Vísir náði tali af honum í morgun eftir mikil fundahöld í Grindavík. Norsku? „Ég er búinn að fara í tuttugu kennslustundir. Ég vildi nú hafa meiri tíma í þetta en gaman er að taka þátt í því. Við erum þarna átta til tíu nemendur saman. Sumir sem eru að fara að vinna í Noregi. Nei, það er ekkert svoleiðis hjá mér. Ég er nú bara að þessu til að skerpa á skandinavískunni minni. Ég er búinn að standa mig að því, þegar ég hitti frændur okkar af Norðurlöndum, að þeir tala við mig á sínu móðurmáli og ég svara á ensku. Mér finnst það óþægilegt. Ekki að ég sé mikið að þvælast í útlöndum, en þetta er til að auka við mig orðaforðann. Meira til gamans gert, en ég hefði viljað hafa meiri tíma til að sinna því.“Er ekki að flýja landÁsmundur lætur vel af sér í Málaskólanum Mími. Kennari hans er norskur, Jan Mölby, og sem betur fer var hann seinn fyrir þannig að Ásmundur náði tímanum, þrátt fyrir að vera eilítið seinn fyrir, vegna þessarar framsögu.En, þú ert sem sagt ekki að leggja drög að landflótta sjálfur? „Nei, ekkert í þá veruna. Mig langaði bara að bæta mig. Ég hef á undanförnum árum verið að taka ýmsa kúrsa. Ég sótti í Háskóla Reykjavíkur í tvo vetur nám í mannauðsstjórnun. Og einn vetur var ég í markaðsfræði í því sem heitir Nýi tölvu og viðskiptaskólinn,“ segir Ásmundur sem er bara gagnfræðingur að upplagi; lengri varð skólagangan ekki í æsku. „Ég hef verið verkstjóri á vinnustöðum allt mitt líf og það er svo merkilegt að margt sem ég var að læra sem ég hafði lært í lífinu. auðvitað byggir allt svona nám á reynslu úr lífinu, og gaman að taka þátt í því. Svo gerist líka eitthvað þegar maður fer í svona nám, eins og þegar ég fór í markaðsfræðina, þá opnuðust glufur sem maður vissi ekki að væri til. Eykur sjálfstraust manns, að finna að eitthvað í náminu er þér gefið. Ert góður í einhverju sem þú vissir ekki að þú værir góðir.“Margir horfa til NoregsÞingmaðurinn er því næst spurður hvort ekki sé áhyggjuefni að margir leggi nú stund á norskunám með það fyrir augum að hasla sér völl í Noregi. Ásmundur er ekki til í að taka undir það fyrirvaralaust. „Þetta er eitthvað sem margir eru að velta fyrir sér greinilega; að fara að vinna hlutastörf, í sumarfríi og einhverjir eru svo tengdir fjölskylduböndum fólki sem býr í Noregi. Þetta er fólk frá 20 og uppí sá elsti á sjötugsaldri. Ég hef ekki komið í þennan skóla áður en þarna er verið að kenna í fleiri kennslustofum, mökkur af fólki. Ég held að við séum fámennasti bekkurinn í norskunni, en þarna eru mjög margir útlendingar að læra íslensku. Svo er greinilega fullt af fólki sem er bara hefur ánægju af því að læra ný tungumál. Sér til ánægju og yndisauka. Ótrúlega margt fólk.“ Ásmundur segir gleðilegt í þessu sú staðreynd að stéttarfélög eru að taka þátt í þessu námi. „Stéttarfélög borga í einhverjum tilvikum námsgjöldin og frábært að fólk geti nýtt sér það.“ Ásmundur veit ekki hvort Alþingi styrki sig til norskunáms, það kemur í ljós um næstu mánaðarmót þegar hann fær útborgað. „Ég held að námsskeiðið kosti í kringum 37 þúsund krónur. Ég setti nótuna inní starfskostnað hjá mér og það kemur í ljós hvort það er eitthvað borgað. Held að það sé miðað við samninga BHMR, háskólamenntaðra, sem hafa í sínum samningum upphæð í svona menntun. Ég held að alþingismenn hafi eitthvað svona svipað og opinberir starfsmenn.“Ótrúleg orka og fjölhæfniEins og áður sagði hefur Ásmundur vakið athygli vegna umdeildraummæla í kjölfar Charlie Hebdo-morðanna í París. Hann lagði það til að bakgrunnur múslíma á Íslandi yrði skoðaður. Og hann er ekki ánægður með það að hefðir í tengslum við kirkjuna glatist vegna málfutnings trúleysingja. En, Ásmundur kemur víða við og er ekki maður einhamur. Hann er duglegur í ræktinni ásamt félögum sínum Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni þingmönnum, „já, þeir vakna nú ekki fyrr en hálfátta þessir aumingjar,“ segir Ásmundur sem er einnig í Oddfellowreglunni þar sem hann er varastórsír og eru þá ónefndir myndlistarhæfileikar þingmannsins sem haldið hefur tíu málverkasýningar og tekið fjölda myndlistarnámskeiða auk þess sem hann gaf út bók um 40 ára goslokaafmæli fyrir ekki svo löngu. Er þá fátt eitt nefnt, en Ásmundur hefur látið til sín taka víða eins og sjá má á vef Alþingis. Einhvern tíma hefði Ásmundur verið kallaðir renaissance-maður, og blaðamaður Vísis lætur það eftir sér, hér með. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi, er maður ekki einhamur. Í gær greindi Vísir frá því að hann hafi verið kominn út fyrir allar aldir og hófst þegar handa við að draga fasta bíla lausa, á leið sinni á þingið. „Já, ég er mikill morgunmaður. Og vakna uppúr fimm á morgnana,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Og morgunstund gefur gull í mund því eins og lesandinn mun komast að, þá er Ásmundur bókstaflega út um allt. Á þinginu gekk á ýmsu, Ásmundur lét til sín taka í pontu og talaði um hættuna sem steðjar að þjóðum Evrópu vegna öfgamanna og öfgahópa hverskonar, en hann hefur einmitt vakið athygli fyrir skoðanir sínar í þeim efnum, einnig um almenningssamgöngur en Ásmundur steingleymdi því að hann átti að flytja framsögu um jöfnunargjald á raforku. Hann var kominn niðrí bílakjallara en tók á sprett í pontu, var þar löðursveittur og áttaði sig þá á að hann var ekki með nefndarálitið.Löðursveittur í pontunni„Já, ég gleymdi þessu því ég var að fara í Málaskólann Mími þar sem ég er að læra norsku. Og var orðinn seinn,“ segir Ásmundur en Vísir náði tali af honum í morgun eftir mikil fundahöld í Grindavík. Norsku? „Ég er búinn að fara í tuttugu kennslustundir. Ég vildi nú hafa meiri tíma í þetta en gaman er að taka þátt í því. Við erum þarna átta til tíu nemendur saman. Sumir sem eru að fara að vinna í Noregi. Nei, það er ekkert svoleiðis hjá mér. Ég er nú bara að þessu til að skerpa á skandinavískunni minni. Ég er búinn að standa mig að því, þegar ég hitti frændur okkar af Norðurlöndum, að þeir tala við mig á sínu móðurmáli og ég svara á ensku. Mér finnst það óþægilegt. Ekki að ég sé mikið að þvælast í útlöndum, en þetta er til að auka við mig orðaforðann. Meira til gamans gert, en ég hefði viljað hafa meiri tíma til að sinna því.“Er ekki að flýja landÁsmundur lætur vel af sér í Málaskólanum Mími. Kennari hans er norskur, Jan Mölby, og sem betur fer var hann seinn fyrir þannig að Ásmundur náði tímanum, þrátt fyrir að vera eilítið seinn fyrir, vegna þessarar framsögu.En, þú ert sem sagt ekki að leggja drög að landflótta sjálfur? „Nei, ekkert í þá veruna. Mig langaði bara að bæta mig. Ég hef á undanförnum árum verið að taka ýmsa kúrsa. Ég sótti í Háskóla Reykjavíkur í tvo vetur nám í mannauðsstjórnun. Og einn vetur var ég í markaðsfræði í því sem heitir Nýi tölvu og viðskiptaskólinn,“ segir Ásmundur sem er bara gagnfræðingur að upplagi; lengri varð skólagangan ekki í æsku. „Ég hef verið verkstjóri á vinnustöðum allt mitt líf og það er svo merkilegt að margt sem ég var að læra sem ég hafði lært í lífinu. auðvitað byggir allt svona nám á reynslu úr lífinu, og gaman að taka þátt í því. Svo gerist líka eitthvað þegar maður fer í svona nám, eins og þegar ég fór í markaðsfræðina, þá opnuðust glufur sem maður vissi ekki að væri til. Eykur sjálfstraust manns, að finna að eitthvað í náminu er þér gefið. Ert góður í einhverju sem þú vissir ekki að þú værir góðir.“Margir horfa til NoregsÞingmaðurinn er því næst spurður hvort ekki sé áhyggjuefni að margir leggi nú stund á norskunám með það fyrir augum að hasla sér völl í Noregi. Ásmundur er ekki til í að taka undir það fyrirvaralaust. „Þetta er eitthvað sem margir eru að velta fyrir sér greinilega; að fara að vinna hlutastörf, í sumarfríi og einhverjir eru svo tengdir fjölskylduböndum fólki sem býr í Noregi. Þetta er fólk frá 20 og uppí sá elsti á sjötugsaldri. Ég hef ekki komið í þennan skóla áður en þarna er verið að kenna í fleiri kennslustofum, mökkur af fólki. Ég held að við séum fámennasti bekkurinn í norskunni, en þarna eru mjög margir útlendingar að læra íslensku. Svo er greinilega fullt af fólki sem er bara hefur ánægju af því að læra ný tungumál. Sér til ánægju og yndisauka. Ótrúlega margt fólk.“ Ásmundur segir gleðilegt í þessu sú staðreynd að stéttarfélög eru að taka þátt í þessu námi. „Stéttarfélög borga í einhverjum tilvikum námsgjöldin og frábært að fólk geti nýtt sér það.“ Ásmundur veit ekki hvort Alþingi styrki sig til norskunáms, það kemur í ljós um næstu mánaðarmót þegar hann fær útborgað. „Ég held að námsskeiðið kosti í kringum 37 þúsund krónur. Ég setti nótuna inní starfskostnað hjá mér og það kemur í ljós hvort það er eitthvað borgað. Held að það sé miðað við samninga BHMR, háskólamenntaðra, sem hafa í sínum samningum upphæð í svona menntun. Ég held að alþingismenn hafi eitthvað svona svipað og opinberir starfsmenn.“Ótrúleg orka og fjölhæfniEins og áður sagði hefur Ásmundur vakið athygli vegna umdeildraummæla í kjölfar Charlie Hebdo-morðanna í París. Hann lagði það til að bakgrunnur múslíma á Íslandi yrði skoðaður. Og hann er ekki ánægður með það að hefðir í tengslum við kirkjuna glatist vegna málfutnings trúleysingja. En, Ásmundur kemur víða við og er ekki maður einhamur. Hann er duglegur í ræktinni ásamt félögum sínum Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni þingmönnum, „já, þeir vakna nú ekki fyrr en hálfátta þessir aumingjar,“ segir Ásmundur sem er einnig í Oddfellowreglunni þar sem hann er varastórsír og eru þá ónefndir myndlistarhæfileikar þingmannsins sem haldið hefur tíu málverkasýningar og tekið fjölda myndlistarnámskeiða auk þess sem hann gaf út bók um 40 ára goslokaafmæli fyrir ekki svo löngu. Er þá fátt eitt nefnt, en Ásmundur hefur látið til sín taka víða eins og sjá má á vef Alþingis. Einhvern tíma hefði Ásmundur verið kallaðir renaissance-maður, og blaðamaður Vísis lætur það eftir sér, hér með.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira