Segir háværan minnihluta þjóðarinnar vilja úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. desember 2014 11:40 Ásmundur vill að skólastjórnendur standi vörð um kristna trú í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“ Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“
Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00