Formaður VR telur enga forsendu fyrir hækkun stjórnarlauna VÍS Jón Hákon Haraldsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hækka fasta mánaðarlega þóknun sína í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi þann 12. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var ákveðið að föst þóknun yrði hækkuð um 75 prósent þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50 prósent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu á þeim tíma var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Boðað var til hluthafafundar í VÍS 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að þessi hækkun stjórnarlauna í VÍS sé ekki í samræmi við þá þróun sem sést hafi á almennum vinnumarkaði og VR sjái einfaldlega ekki forsendur fyrir henni. Ólafía segir stöðu á vinnumarkaði afar erfiða. Allt stefni í uppsögn kjarasamninga á almenna markaðnum eftir áramót. Ein af forsendum nýjustu samninganna hafi verið sú að launastefnan sem var samið um yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Sú forsenda sé nú brostin. „Með því að hækka stjórnarlaun núna tekur ný stjórn VÍS þá ákvörðun að ganga þvert gegn þeirri sátt sem náðist í síðustu samningum á vinnumarkaði – og þvert gegn þeirri afstöðu sem fyrri stjórn tók í vor,“ segir Ólafía. Ólafía segir að það verði að meta ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja á markaði til launa. „Ég er ekki að segja að ekki megi hækka laun stjórnarmanna í VÍS. En það verður að vera í samræmi við það sem gerist og gengur á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Ólafía. Í yfirlýsingu sem stjórn VÍS sendi frá sér í gær segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hækka fasta mánaðarlega þóknun sína í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi þann 12. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var ákveðið að föst þóknun yrði hækkuð um 75 prósent þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50 prósent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu á þeim tíma var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Boðað var til hluthafafundar í VÍS 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að þessi hækkun stjórnarlauna í VÍS sé ekki í samræmi við þá þróun sem sést hafi á almennum vinnumarkaði og VR sjái einfaldlega ekki forsendur fyrir henni. Ólafía segir stöðu á vinnumarkaði afar erfiða. Allt stefni í uppsögn kjarasamninga á almenna markaðnum eftir áramót. Ein af forsendum nýjustu samninganna hafi verið sú að launastefnan sem var samið um yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Sú forsenda sé nú brostin. „Með því að hækka stjórnarlaun núna tekur ný stjórn VÍS þá ákvörðun að ganga þvert gegn þeirri sátt sem náðist í síðustu samningum á vinnumarkaði – og þvert gegn þeirri afstöðu sem fyrri stjórn tók í vor,“ segir Ólafía. Ólafía segir að það verði að meta ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja á markaði til launa. „Ég er ekki að segja að ekki megi hækka laun stjórnarmanna í VÍS. En það verður að vera í samræmi við það sem gerist og gengur á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Ólafía. Í yfirlýsingu sem stjórn VÍS sendi frá sér í gær segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira