Innlent

Lögreglan leitar að vopnuðum ræningja

Birgir Olgeirsson skrifar
Vopnað rán var framið í Pétursbúð á fjórða tímanum í dag.
Vopnað rán var framið í Pétursbúð á fjórða tímanum í dag. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að manneskju sem framdi vopnað rán í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Klukkan þrjú var lögreglu tilkynnt um ránstilraun í Krambúðinni á Skólavörðustíg. Var hnífur dreginn upp og krafist peninga. Hljóp gerandinn út þegar annar viðskiptavinur kom inn í verslunina.

Rúmum tuttugu mínútum síðar var lögreglu tilkynnt um rán í Pétursbúð við Ránargötu. Lögreglan telur miklar líkur á að um sömu manneskju sé að ræða og reyndi vopnað rán í Krambúðinni. Var sömu aðferð beitt, það er að hóta starfsmanni með því að sýna hníf. Eftir að peningnum hafði verið náð ásamt varningi flúði ræninginn af vettvangi og er hans nú leitað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×