Innlent

Sækja slasaðan mann við Skorarvatn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarbáturinn Gísli Hjalta er hér til hægri.
Björgunarbáturinn Gísli Hjalta er hér til hægri. Vísir
Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna slasaðs manns við Skorarvatn. Maðurinn er slasaður á fæti og getur ekki gengið.

Björgunarskipin Gísli Hjalta og Helga Páls fóru af stað til Hrafnsfjarðar með björgunarfólk og búnað til að sækja manninn.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að ganga þurfi með manninn í börum um 4 kílómetra leið frá Skorarvatni og niður í Hrafnsfjörð. Þaðan verður hann fluttur til Ísafjarðar til aðhlynningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×