Innlent

Rigning í Reykjavík á 17. júní

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Regnhlífin gæti orðið nauðsynleg á þjóðhátíðardaginn.
Regnhlífin gæti orðið nauðsynleg á þjóðhátíðardaginn.
Það lítur út fyrir að hæglætisveður verði á landinu á miðvikudag, þegar 17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur, nema hætt er við að það blotni verulega í þeim sem ætla að fagna á höfuðborgarsvæðinu. Þar er búist við að rigni hressilega á mannskapinn.

Í skeyti frá veðurstofunni er þetta orðað svo að um suðvestlæga eða breytilega átt verði að ræða, 5 til 10 metrar á sekúndu og skúrir sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á NA- og A-landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×