Ræða Patriciu Arquette: Streep og Lopez fögnuðu gríðarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 11:09 Jennifer Lopez, Patricia Arquette og Meryl Streep. Vísir/AFP Leikkonan Patricia Arquette notaði tækifærið í ræðu sinni á Óskarshátíðinni í gær og kallaði eftir að launamunur kynjanna yrði leiðréttur. Arquette, sem hlaut verðlaun í flokknum besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni Boyhood, hóf ræðu sína á hefðbundnum nótum þar sem hún þakkaði vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Það sem eftir var af ræðunni fjallaði um kjör kvenna samanborið við karla. Í kvikmyndinni Boyhood, sem tekin var upp á tólf ára tímabili, er Arquette í hlutverki móður hins tólf ára gamla Mason og fylgst með móðurhlutverkinu frá því drengurinn er sjö ára þar til hann heldur í háskóla. Margt gengur á í lífi fjölskyldunnar þar sem Arquette, einstæð tveggja barna móðir, tekst á við mörg vandamál. „Allar konur sem fætt hafa barn, allir skattgreiðendur og borgarar þessa lands. Við höfum barist fyrir jöfnum réttindum annarra. Nú er kominn tíminn til að stíga skrefið til launajafnréttis fyrir fullt og allt. Jafnrétti fyrir hverja einustu konu í Bandaríkjunum.“ Ræðan hefur hlotið mikið lof og stóðu leikkonurnar Meryl Streep og Jennifer Lopez meðal annars upp og fögnuðu orðum Arquette gríðarlega.Í frétt Guardian segir að launamál kynjanna hafi mikið verið í umræðunni í Hollywood síðustu mánuði líkt og annars staðar í Bandaríkjunum. Í skjölum Sony sem lekið var á netið á síðasta ári kom sá launamunur sem viðgengst berlega í ljós. Þannig kom í ljós að við gerð myndarinnar American Hustle fengu karlkyns leikarar myndarinnar níu prósent af hagnaði myndarinnar, en þær Amy Adams og Jennifer Lawrence sjö prósent, þrátt fyrir að Lawrence hafði þá nýverið unnið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Silver Lining Playbook. Arquette sagði það óafsakanlegt með öllu að Hollywood-stjörnur væru á ferð og flugi um heiminn þar sem þær töluðu fyrir jafnrétti þegar konur, samkynhneigðir og þeldökkir þyrftu á sama tíma að berjast fyrir jafnrétti heima fyrir. Sagði hún nauðsynlegt að ráðast í stjórnarskrárbreytingar þannig að breyting yrði á. just this for the rest of my life #PatriciaArquette pic.twitter.com/t2D765Km8i— Julie Murphy (@andimJULIE) February 23, 2015 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Leikkonan Patricia Arquette notaði tækifærið í ræðu sinni á Óskarshátíðinni í gær og kallaði eftir að launamunur kynjanna yrði leiðréttur. Arquette, sem hlaut verðlaun í flokknum besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni Boyhood, hóf ræðu sína á hefðbundnum nótum þar sem hún þakkaði vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Það sem eftir var af ræðunni fjallaði um kjör kvenna samanborið við karla. Í kvikmyndinni Boyhood, sem tekin var upp á tólf ára tímabili, er Arquette í hlutverki móður hins tólf ára gamla Mason og fylgst með móðurhlutverkinu frá því drengurinn er sjö ára þar til hann heldur í háskóla. Margt gengur á í lífi fjölskyldunnar þar sem Arquette, einstæð tveggja barna móðir, tekst á við mörg vandamál. „Allar konur sem fætt hafa barn, allir skattgreiðendur og borgarar þessa lands. Við höfum barist fyrir jöfnum réttindum annarra. Nú er kominn tíminn til að stíga skrefið til launajafnréttis fyrir fullt og allt. Jafnrétti fyrir hverja einustu konu í Bandaríkjunum.“ Ræðan hefur hlotið mikið lof og stóðu leikkonurnar Meryl Streep og Jennifer Lopez meðal annars upp og fögnuðu orðum Arquette gríðarlega.Í frétt Guardian segir að launamál kynjanna hafi mikið verið í umræðunni í Hollywood síðustu mánuði líkt og annars staðar í Bandaríkjunum. Í skjölum Sony sem lekið var á netið á síðasta ári kom sá launamunur sem viðgengst berlega í ljós. Þannig kom í ljós að við gerð myndarinnar American Hustle fengu karlkyns leikarar myndarinnar níu prósent af hagnaði myndarinnar, en þær Amy Adams og Jennifer Lawrence sjö prósent, þrátt fyrir að Lawrence hafði þá nýverið unnið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Silver Lining Playbook. Arquette sagði það óafsakanlegt með öllu að Hollywood-stjörnur væru á ferð og flugi um heiminn þar sem þær töluðu fyrir jafnrétti þegar konur, samkynhneigðir og þeldökkir þyrftu á sama tíma að berjast fyrir jafnrétti heima fyrir. Sagði hún nauðsynlegt að ráðast í stjórnarskrárbreytingar þannig að breyting yrði á. just this for the rest of my life #PatriciaArquette pic.twitter.com/t2D765Km8i— Julie Murphy (@andimJULIE) February 23, 2015
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira