Kokkarnir sneru aftur eftir að fyrirkomulaginu var breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 15:15 Fjöldi þátttakenda í keppninni Matreiðslumaður ársins rúmlega fjórfaldaðist eftir að fyrirkomulagi keppninnar var breytt. Engin kona var á meðal þeirra sem komust í tíu manna undanúrslit en á sama tíma var dreifing þeirra meiri en oft hefur verið. Engir tveir starfa á sama veitingahúsi og landsbyggðin átti tvo fulltrúa sem er hærra hlutfall en oft áður. Tíu kepptu í undanúrslitum í dag og mun liggja fyrir klukkan 16 hvaða fjórir munu keppa í úrslitum um titilinn Matreiðslumaður ársins næstkomandi sunnudag. Um frestaða keppni er að ræða en hætt var við að halda keppnina í september síðastliðnum þar sem aðeins fjórir skráðu sig til leiks. Úr varð nokkuð hitamál þar sem Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og dómari, sagðist meðal annars telja að um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi væri um að kenna. „Ef kokkar ætla sér að keppa gera þeir það þrátt fyrir allar úrtölur og neikvæðni,“ skrifaði Jakob í pistli við það tilefni. Matreiðslumaður ársins 2013 velti fyrir sér hvort menn væru eitthvað smeykir við að keppa. „Það er bara eins og þessir nýju strákar þori ekki í keppnina,“ sagði Viktor Örn Andrésson í samtali við Vísi við sama tilefni.Þorskur á dagskrá Björn Bragi Bragason, sem situr í skipulagsnefnd keppninnar auk þess að vera einn dómara, segir að staðsetningin og tímasetningin hafi verið stóra vandamál. „Á þessum tíma var mikið annríki á veitingastöðum borgarinnar og svo var landsliðið á fullu að keppa líka. Það fara margar hendur í það. Því fór sem fór,“ segir Björn Bragi. Hann er afar ánægður með hvernig til hafi tekist í ár. Fyrirkomulaginu var líka breytt á þann veg að kostnaður við þátttöku var enginn, þátttakendur sendu inn nafnlausar uppskriftir og einu leiðbeiningarnar voru að gera flottan rétt með þorsk í aðalhlutverki. Björn Bragi segir að við mat á uppskriftunum hafi meðal annars horft til hráefnanýtingar, frumlegheita og samsetningu. Í dag framreiddu svo kokkarnir tíu réttina sína en þeir urðu að vera nákvæmlega í takt við uppskriftina sem þeir skiluðu. Í dag er sérstaklega horft til útlits á matnum, hvernig uppskrift var fylgt, framsetningu og svo bragðið sem vegur 60 prósent.Hvorug konan komst áfram Sautján sendu inn uppskrift en tveir umsækjenda voru konur. Hvorug þeirra komst áfram í úrslitin. Uppskriftirnar voru sendar inn án nafns. „Það hallar mjög á konur í faginu okkar. Það vantar fleiri stelpur í kokkinn,“ segir Björn Bragi. Hann hafi engar upplýsingar um hlutfallið í stéttinni en gæti trúað að það væri ein kona fyrir hverja tíu karla. „Ef þú horfir enn lengra aftur í tímann þá voru karlar ekkert í þessu. Konurnar elduðu heima og mönnuðu mötuneytin. Svo þegar þetta varð að atvinnugrein tóku karlarnir þetta,“ segir Björn Bragi.Viktor Örn fagnar sigri í keppninni árið 2013.Vísir/ValliFara til fólksins Úrslitin fara fram á sunnudaginn fyrir framan Smurstöðina þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með kokkunum athafna sig. Það var ekki í boði þegar keppnirnar fóru fram í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi. „Við höfum átt frábært samstarf við Hótel og matvælaskólann undanfarin ár. En nú erum við að fara til fólksins. Það er ekki sjálfgefið að allir komi til okkar,“ segir Björn Bragi. Sigurvegarinn keppir fyrir hönd Íslands í keppninni Matreiðslumaður Norðurlandanna í Danmörku í júní. Viktor Örn í Bláa lóninu vann keppnina í fyrra og því eiga Íslendingar titil að verja. Einu sinni áður hefur Ísland átt sigurvegara en árið 2003 vann Ragnar Ómarsson, kokkur á Nordica keppnina.Einn þorskréttanna sem borin var fram í Hörpu í dag.Vísir/PjeturBjörn Bragi, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum í dómarateyminu á Kolabrautinni í hádeginu í dag.Vísir/PjeturEinn þeirra sem kepptu í undanúrslitum í dag.Vísir/Pjetur Tengdar fréttir Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. 24. nóvember 2014 10:43 Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. 18. mars 2014 17:40 Viktor Örn matreiðslumaður ársins Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. 29. september 2013 22:23 „Eins og nýju strákarnir þori ekki í keppnina“ Reyndur dómari í keppninni um Matreiðslumann ársins sakar íslenska kokka um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi. 19. september 2014 13:25 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Fjöldi þátttakenda í keppninni Matreiðslumaður ársins rúmlega fjórfaldaðist eftir að fyrirkomulagi keppninnar var breytt. Engin kona var á meðal þeirra sem komust í tíu manna undanúrslit en á sama tíma var dreifing þeirra meiri en oft hefur verið. Engir tveir starfa á sama veitingahúsi og landsbyggðin átti tvo fulltrúa sem er hærra hlutfall en oft áður. Tíu kepptu í undanúrslitum í dag og mun liggja fyrir klukkan 16 hvaða fjórir munu keppa í úrslitum um titilinn Matreiðslumaður ársins næstkomandi sunnudag. Um frestaða keppni er að ræða en hætt var við að halda keppnina í september síðastliðnum þar sem aðeins fjórir skráðu sig til leiks. Úr varð nokkuð hitamál þar sem Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og dómari, sagðist meðal annars telja að um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi væri um að kenna. „Ef kokkar ætla sér að keppa gera þeir það þrátt fyrir allar úrtölur og neikvæðni,“ skrifaði Jakob í pistli við það tilefni. Matreiðslumaður ársins 2013 velti fyrir sér hvort menn væru eitthvað smeykir við að keppa. „Það er bara eins og þessir nýju strákar þori ekki í keppnina,“ sagði Viktor Örn Andrésson í samtali við Vísi við sama tilefni.Þorskur á dagskrá Björn Bragi Bragason, sem situr í skipulagsnefnd keppninnar auk þess að vera einn dómara, segir að staðsetningin og tímasetningin hafi verið stóra vandamál. „Á þessum tíma var mikið annríki á veitingastöðum borgarinnar og svo var landsliðið á fullu að keppa líka. Það fara margar hendur í það. Því fór sem fór,“ segir Björn Bragi. Hann er afar ánægður með hvernig til hafi tekist í ár. Fyrirkomulaginu var líka breytt á þann veg að kostnaður við þátttöku var enginn, þátttakendur sendu inn nafnlausar uppskriftir og einu leiðbeiningarnar voru að gera flottan rétt með þorsk í aðalhlutverki. Björn Bragi segir að við mat á uppskriftunum hafi meðal annars horft til hráefnanýtingar, frumlegheita og samsetningu. Í dag framreiddu svo kokkarnir tíu réttina sína en þeir urðu að vera nákvæmlega í takt við uppskriftina sem þeir skiluðu. Í dag er sérstaklega horft til útlits á matnum, hvernig uppskrift var fylgt, framsetningu og svo bragðið sem vegur 60 prósent.Hvorug konan komst áfram Sautján sendu inn uppskrift en tveir umsækjenda voru konur. Hvorug þeirra komst áfram í úrslitin. Uppskriftirnar voru sendar inn án nafns. „Það hallar mjög á konur í faginu okkar. Það vantar fleiri stelpur í kokkinn,“ segir Björn Bragi. Hann hafi engar upplýsingar um hlutfallið í stéttinni en gæti trúað að það væri ein kona fyrir hverja tíu karla. „Ef þú horfir enn lengra aftur í tímann þá voru karlar ekkert í þessu. Konurnar elduðu heima og mönnuðu mötuneytin. Svo þegar þetta varð að atvinnugrein tóku karlarnir þetta,“ segir Björn Bragi.Viktor Örn fagnar sigri í keppninni árið 2013.Vísir/ValliFara til fólksins Úrslitin fara fram á sunnudaginn fyrir framan Smurstöðina þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með kokkunum athafna sig. Það var ekki í boði þegar keppnirnar fóru fram í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi. „Við höfum átt frábært samstarf við Hótel og matvælaskólann undanfarin ár. En nú erum við að fara til fólksins. Það er ekki sjálfgefið að allir komi til okkar,“ segir Björn Bragi. Sigurvegarinn keppir fyrir hönd Íslands í keppninni Matreiðslumaður Norðurlandanna í Danmörku í júní. Viktor Örn í Bláa lóninu vann keppnina í fyrra og því eiga Íslendingar titil að verja. Einu sinni áður hefur Ísland átt sigurvegara en árið 2003 vann Ragnar Ómarsson, kokkur á Nordica keppnina.Einn þorskréttanna sem borin var fram í Hörpu í dag.Vísir/PjeturBjörn Bragi, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum í dómarateyminu á Kolabrautinni í hádeginu í dag.Vísir/PjeturEinn þeirra sem kepptu í undanúrslitum í dag.Vísir/Pjetur
Tengdar fréttir Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. 24. nóvember 2014 10:43 Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. 18. mars 2014 17:40 Viktor Örn matreiðslumaður ársins Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. 29. september 2013 22:23 „Eins og nýju strákarnir þori ekki í keppnina“ Reyndur dómari í keppninni um Matreiðslumann ársins sakar íslenska kokka um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi. 19. september 2014 13:25 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. 24. nóvember 2014 10:43
Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. 18. mars 2014 17:40
Viktor Örn matreiðslumaður ársins Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. 29. september 2013 22:23
„Eins og nýju strákarnir þori ekki í keppnina“ Reyndur dómari í keppninni um Matreiðslumann ársins sakar íslenska kokka um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi. 19. september 2014 13:25
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent