Skákhátíð hafin í Laugardalshöll Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2015 19:45 vísir/vilhelm Evrópumót landsliða í skák hófst í dag í Laugardalshöll en mótið er stærsti skákviðburðurinn hér á landi frá 1972 þegar Bobby Fischer og Boris Spasskíj háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn í sama húsi. Í kringum 450 erlendir gestir eru komnir til landsins vegna mótsins. „Þetta gekk allt saman stóráfallalaust fyrir sig í dag,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi en þrjátíu sjálfboðaliðar sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Smá vesen uppgötvaðist skömmu áður en umferðin hófst en enska fánann vantaði þar sem hann var ekki til í utanríkisráðuneytinu eða Laugardalshöll. Breska sendiráðið hljóp hins vegar undir bagga og græjaði enskan fána. Þrjátíu sveitir taka þátt í kvennaflokki en 36 í opnum flokki. Í kvennaflokki bera Rússland, Úkraína og Georgía höfuð og herðar yfir aðrar sveitir og er búist við því að einhver þeirra standi uppi sem sigurvegari. Karlaflokkurinn er öllu jafnari en líklegt má telja að Rússar, Úkraínumenn, Azerbaijan, Holland eða Frakkland muni vinna. Mótið stendur yfir til 22. nóvember og verða tefldar níu umferðir. Skákmennirnir fá einn frídag en annars verður teflt á hverjum degi. Skákskýringar verða á staðnum en í dag sá stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson um þær. Á morgun verður það stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson. Ísland sendir tvær sveitir til leiks, eina aðalsveit og aðra „gullaldarsveit“ en sú síðari samanstendur af fjórmenningunum sem skipuðu sveitina á Ólympíumótinu í Dubai 1986 auk Friðriks Ólafssonar. Íslenska sveitin mætti firnasterkri sveit Armena í fyrstu umferð en kempurnar öttu kappi við Hollendinga. Margir sterkustu skákmenn heims taka þátt á mótinu og má þar nefna heimsmeistarann Magnus Carlsen frá Noregi, Armenann Levon Aronian, hinn franska Maxime Vachier-Lagarve og Tékkann David Navara. Navara laut óvænt í gras fyrir hinum Sune Berg Hansen en það tryggði Dönum 2 ½ - 1 ½ sigur á Tékkum. Beinar útsendingar með skýringum má nálgast hér og hægt er að fylgjast með stöðunni hér og hér.Illugi Gunnarsson lék fyrsta leik á fyrsta borði í viðureign Íslands og Armeníu. Þar tefldu Levon Aronian og Hannes Hlífar Stefánsson en Armeninn hafði betur. Tengdar fréttir Magnus Carlsen veitti eiginhandaráritanir í Leifsstöð Evrópumót landsliða hefst í Laugardalshöll á morgun þar sem skáksveitir frá 35 löndum í karla- og kvennaflokki mæta til leiks. 12. nóvember 2015 15:20 Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spasskí mættust árið 1972. Rjóminn af sterkustu skákmeisturum heims mætir til leiks. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd. 13. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Evrópumót landsliða í skák hófst í dag í Laugardalshöll en mótið er stærsti skákviðburðurinn hér á landi frá 1972 þegar Bobby Fischer og Boris Spasskíj háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn í sama húsi. Í kringum 450 erlendir gestir eru komnir til landsins vegna mótsins. „Þetta gekk allt saman stóráfallalaust fyrir sig í dag,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi en þrjátíu sjálfboðaliðar sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Smá vesen uppgötvaðist skömmu áður en umferðin hófst en enska fánann vantaði þar sem hann var ekki til í utanríkisráðuneytinu eða Laugardalshöll. Breska sendiráðið hljóp hins vegar undir bagga og græjaði enskan fána. Þrjátíu sveitir taka þátt í kvennaflokki en 36 í opnum flokki. Í kvennaflokki bera Rússland, Úkraína og Georgía höfuð og herðar yfir aðrar sveitir og er búist við því að einhver þeirra standi uppi sem sigurvegari. Karlaflokkurinn er öllu jafnari en líklegt má telja að Rússar, Úkraínumenn, Azerbaijan, Holland eða Frakkland muni vinna. Mótið stendur yfir til 22. nóvember og verða tefldar níu umferðir. Skákmennirnir fá einn frídag en annars verður teflt á hverjum degi. Skákskýringar verða á staðnum en í dag sá stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson um þær. Á morgun verður það stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson. Ísland sendir tvær sveitir til leiks, eina aðalsveit og aðra „gullaldarsveit“ en sú síðari samanstendur af fjórmenningunum sem skipuðu sveitina á Ólympíumótinu í Dubai 1986 auk Friðriks Ólafssonar. Íslenska sveitin mætti firnasterkri sveit Armena í fyrstu umferð en kempurnar öttu kappi við Hollendinga. Margir sterkustu skákmenn heims taka þátt á mótinu og má þar nefna heimsmeistarann Magnus Carlsen frá Noregi, Armenann Levon Aronian, hinn franska Maxime Vachier-Lagarve og Tékkann David Navara. Navara laut óvænt í gras fyrir hinum Sune Berg Hansen en það tryggði Dönum 2 ½ - 1 ½ sigur á Tékkum. Beinar útsendingar með skýringum má nálgast hér og hægt er að fylgjast með stöðunni hér og hér.Illugi Gunnarsson lék fyrsta leik á fyrsta borði í viðureign Íslands og Armeníu. Þar tefldu Levon Aronian og Hannes Hlífar Stefánsson en Armeninn hafði betur.
Tengdar fréttir Magnus Carlsen veitti eiginhandaráritanir í Leifsstöð Evrópumót landsliða hefst í Laugardalshöll á morgun þar sem skáksveitir frá 35 löndum í karla- og kvennaflokki mæta til leiks. 12. nóvember 2015 15:20 Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spasskí mættust árið 1972. Rjóminn af sterkustu skákmeisturum heims mætir til leiks. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd. 13. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Magnus Carlsen veitti eiginhandaráritanir í Leifsstöð Evrópumót landsliða hefst í Laugardalshöll á morgun þar sem skáksveitir frá 35 löndum í karla- og kvennaflokki mæta til leiks. 12. nóvember 2015 15:20
Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spasskí mættust árið 1972. Rjóminn af sterkustu skákmeisturum heims mætir til leiks. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd. 13. nóvember 2015 07:00