Innlent

Magnus Carlsen veitti eiginhandaráritanir í Leifsstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Magnus Carlsen er 24 ára gamall og varð heimsmeistari í skák árið 2013 og 2014.
Magnus Carlsen er 24 ára gamall og varð heimsmeistari í skák árið 2013 og 2014. Vísir/Skáksamband Íslands
Norski heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, veitti áhugasömum eiginhandaráritun í Leifsstöð þegar hann kom til landsins fyrr í dag ásamt öðrum í norska landsliðinu.

Evrópumót landsliða hefst í Laugardalshöll á morgun þar sem skáksveitir frá 35 löndum í karla- og kvennaflokki mæta til leiks. Alls munu fjórða hundrað skákmeistarar tefla skákir, þeirra á meðal úkraínski heimsmeistarinn Mariya Muzychuk.

Mariya Muzychuk.
Evrópumótið mun standa yfir í tíu daga og er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Bobby Fischer og Boris Spassky mættust í heimsmeistaraeinvígi árið 1972. 

Á heimasíðu Skáksambands Íslands kemur fram að á meðal annara stórstjarna innan skákheimsins sem munu taka þátt á mótinu séu Anish Giri, Levon Aronian, Alexander Grischuk, Vassily Ivanchuk, Peter Svidler, Alexei Shirov, Nigel Short, Ivan Sokolov og Luke McShane.

Norska sveitin í Leifsstöð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×