Eygló Ósk Íþróttamaður ársins 2015 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 21:25 Eygló með verðlaunagripinn. vísir/daníel rúnarsson Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er í 60. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa Íþróttamann ársins. Eygló hlýtur þessa viðurkenningu í fyrsta sinn en hún er fimmta konan sem er valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Eygló, sem er tvítug, á frábært ár að baki í sundlauginni. Hún varð fyrst íslenskra íþróttamanna til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári og fyrsta sundkonan til að vinna verðlaun á stórmóti. Það gerði hún á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ísrael í desember er hún vann tvenn bronsverðlaun, í 100 og 200 metra baksundi. Eygló varð einnig fyrsta íslenska sundkonan, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, til að synda til úrslita á heimsmeistaramóti í 50 metra laug en það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágúst. Eygló fjórbætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á árinu og bætti einnig fjölda Íslandsmeta, auk þess sem hún vann til margra verðlauna á Íslandsmótum og Smáþjóðaleikum. Gylfi Þór Sigurðsson varð í öðru sæti í kjörinu en hann er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Frakklandi á næsta ári. Gylfi var einnig í stóru hlutverki hjá velska liðinu Swansea sem náði besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í vor í áttunda sæti. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 3. sæti kjörinu en auk árangursins á HM í Kazan náði hún Ólympíulágmörkum í fjórum greinum á árinu og var, ásamt Eygló, valin í keppnislið Evrópu fyrir Duel in the Pool sundkeppnina undir lok ársins. Fréttir ársins 2015 Íþróttamaður ársins Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er í 60. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa Íþróttamann ársins. Eygló hlýtur þessa viðurkenningu í fyrsta sinn en hún er fimmta konan sem er valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Eygló, sem er tvítug, á frábært ár að baki í sundlauginni. Hún varð fyrst íslenskra íþróttamanna til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári og fyrsta sundkonan til að vinna verðlaun á stórmóti. Það gerði hún á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ísrael í desember er hún vann tvenn bronsverðlaun, í 100 og 200 metra baksundi. Eygló varð einnig fyrsta íslenska sundkonan, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, til að synda til úrslita á heimsmeistaramóti í 50 metra laug en það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágúst. Eygló fjórbætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á árinu og bætti einnig fjölda Íslandsmeta, auk þess sem hún vann til margra verðlauna á Íslandsmótum og Smáþjóðaleikum. Gylfi Þór Sigurðsson varð í öðru sæti í kjörinu en hann er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Frakklandi á næsta ári. Gylfi var einnig í stóru hlutverki hjá velska liðinu Swansea sem náði besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í vor í áttunda sæti. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 3. sæti kjörinu en auk árangursins á HM í Kazan náði hún Ólympíulágmörkum í fjórum greinum á árinu og var, ásamt Eygló, valin í keppnislið Evrópu fyrir Duel in the Pool sundkeppnina undir lok ársins.
Fréttir ársins 2015 Íþróttamaður ársins Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn