Aldrei verið jafn hissa á ævinni 31. desember 2015 07:00 Eygló Ósk með verðlaunagripinn. vísir/daníel rúnarsson Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira